Twilight-stjörnunni Kristen Stewart var ekki kalt þegar hún gekk um á rauða dreglinum á fimmtudagskvöldið þegar nýjasta mynd hennar On the Road var sýnd.
Kristen klæddist kjól frá tískumerkinu Erdem sem huldi afar fátt og var í neonappelsínugulum hælum við. Þetta lúkk er með eindæmum furðulegt og mjög ólíkt því sem Kristen klæðist vanalega.
Það er erfitt að botna í þessu fatavali.Kristen fær plús í kladdann fyrir förðunina sem var haldið í lágmarki og var hárið greitt í tagl.
Kirsten og Kristen.Þessi umtalaða leikkona stillti sér meðal annars upp með meðleikkonu sinni í myndinni, Kirsten Dunst, en Kirsten valdi talsvert hefðbundnara lúkk – einskonar jakkakjól.