Rísandi stjarna í Langholtskirkju Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2012 12:43 Andri Björn og Ruth sungu bæði á tónleikunum í gær. Hin 23ja ára gamli bassasöngvari Andri Björn Róbertsson og Ruth Jenkins, unnusta hans, fara með stórt hlutverk á árlegum jólatónleikum Kirkjukórs og Graduelakórs Langholtskirkju sem eru haldnir núna um helgina. Þetta er í 35. skipti sem tónleikarnir eru haldnir, en þeir voru fyrst haldnir í Fossvogskirkju í desember 1977 og síðan í nokkur skipti í Landakotskirkju en fluttu svo í Langholtskirkju þegar kirkjan var enn í byggingu. Andri Björn og Ruth syngja flest einsöngslögin, auk Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Andri segir alltaf mikla eftirvæntingu ríkja fyrir tónleikunum. „Það er það alltaf á hverju ári. Og þetta er orðinn fastur liður í jólunum hjá mér. Ég bý í London í augnablikinu og ég kem alltaf heim fyrir jólin til að syngja á þessum tónleikum. Það breytist ekkert," segir Andri Björn. Hann er búinn að vera heima í fjóra daga að æfa fyrir tónleikana. „Það er allt skemmtilegt, en það eru fastir punktar eins og Jólin allsstaðar og síðan finnst mér alltaf hátíðlegt að syngja inngöngulagið, Barn er oss fætt," segir Andri Björn, aðspurður um það hvað sé skemmtilegast að syngja. Andri Björn er í námi við Royal Academy of Music í London. Hann kláraði meistaranámið síðasta vor og er núna í óperudeildinni . Hann býst við að klára það eftir eitt og hálft ár. Eftir það tekur vinnan við. „Þá er bara að reyna að finna sér störf og reyna að koma sér á framfæri," segir Andri Björn. Draumurinn sé að vinna í Evrópu, annað hvort í Englandi eða á meginlandinu. „Það er miklu stærri markaður og fleiri tækifæri heldur en hér. Allavega í augnablikinu," segir Andri Björn. Fyrstu tónleikar kóranna voru í gær en einnig eru tónleikar í kvöld og annað kvöld. Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hin 23ja ára gamli bassasöngvari Andri Björn Róbertsson og Ruth Jenkins, unnusta hans, fara með stórt hlutverk á árlegum jólatónleikum Kirkjukórs og Graduelakórs Langholtskirkju sem eru haldnir núna um helgina. Þetta er í 35. skipti sem tónleikarnir eru haldnir, en þeir voru fyrst haldnir í Fossvogskirkju í desember 1977 og síðan í nokkur skipti í Landakotskirkju en fluttu svo í Langholtskirkju þegar kirkjan var enn í byggingu. Andri Björn og Ruth syngja flest einsöngslögin, auk Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Andri segir alltaf mikla eftirvæntingu ríkja fyrir tónleikunum. „Það er það alltaf á hverju ári. Og þetta er orðinn fastur liður í jólunum hjá mér. Ég bý í London í augnablikinu og ég kem alltaf heim fyrir jólin til að syngja á þessum tónleikum. Það breytist ekkert," segir Andri Björn. Hann er búinn að vera heima í fjóra daga að æfa fyrir tónleikana. „Það er allt skemmtilegt, en það eru fastir punktar eins og Jólin allsstaðar og síðan finnst mér alltaf hátíðlegt að syngja inngöngulagið, Barn er oss fætt," segir Andri Björn, aðspurður um það hvað sé skemmtilegast að syngja. Andri Björn er í námi við Royal Academy of Music í London. Hann kláraði meistaranámið síðasta vor og er núna í óperudeildinni . Hann býst við að klára það eftir eitt og hálft ár. Eftir það tekur vinnan við. „Þá er bara að reyna að finna sér störf og reyna að koma sér á framfæri," segir Andri Björn. Draumurinn sé að vinna í Evrópu, annað hvort í Englandi eða á meginlandinu. „Það er miklu stærri markaður og fleiri tækifæri heldur en hér. Allavega í augnablikinu," segir Andri Björn. Fyrstu tónleikar kóranna voru í gær en einnig eru tónleikar í kvöld og annað kvöld.
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp