Íbúar á Eyrarbakka skelkaðir vegna strokufanga 19. desember 2012 19:09 „Þetta eru harðsnúnir menn sem snúa sér yfir þetta eins og ekkert sé," segir Skúli Steinsson, íbúi á Eyrarbakka, sem gengdi starfi fangavarðar í 23 ár. Hann segir að sér þyki hræðilegt að vita til þess að menn virðist geta klifrað yfir varnargirðingarnar ef þeim sýnist svo, en strokufangans, Matthíasar Mána Erlingssonar, var leitað í umhverfi Litla-Hrauns í dag. Íbúar við Eyrarbakka voru sumir skelkaðir við þessa umfangsmiklu leit og voru til dæmis fleiri börn sótt í skólann en venjulega í dag. Íbúar kalla eftir öflugri girðingu eins og Skúli kom inná hér á undan. Um áttatíu manna lið leituðu strokufangans frá birtingu og fram í myrkur í dag. Leitin virðist þó ekki hafa skilað öðru en húfu hans. Samfangar hans segjast oft hafa heyrt hann ræða um flótta. Fjölskiptað lið, sem samanstóð af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Selfossi, sérsveit ríkislögreglustjóra og fangaverðir, fínkembdu nágrenni fangelsisins með leitarhunda sér til aðstoðar. Þá flaug þyrla Landhelgisgæslunnar yfir svæðið í leit að ummerkjum um Matthías Mána. Um 50 björgunarmenn voru einnig til aðstoðar en það mun vera í fyrsta sinn sem þeir aðstoða lögreglu við fangaleit. Matthías Máni strauk af Litla-Hrauni á mánudag. Talið er að honum hafi tekist að klifra yfir girðingu á svæðinu. Hann er talinn varasamur en í september hlaut hann fimm ára fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að bana ungri stjúpmóður sinni. Samkvæmt dómi virðist hann hafa verið heltekinn af henni og samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann margssinnis hafa talað um að ná sér niður á henni þegar honum tækist að flýja. Konunni hefur nú verið komið í skjól. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Innlent Fleiri fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Sjá meira
„Þetta eru harðsnúnir menn sem snúa sér yfir þetta eins og ekkert sé," segir Skúli Steinsson, íbúi á Eyrarbakka, sem gengdi starfi fangavarðar í 23 ár. Hann segir að sér þyki hræðilegt að vita til þess að menn virðist geta klifrað yfir varnargirðingarnar ef þeim sýnist svo, en strokufangans, Matthíasar Mána Erlingssonar, var leitað í umhverfi Litla-Hrauns í dag. Íbúar við Eyrarbakka voru sumir skelkaðir við þessa umfangsmiklu leit og voru til dæmis fleiri börn sótt í skólann en venjulega í dag. Íbúar kalla eftir öflugri girðingu eins og Skúli kom inná hér á undan. Um áttatíu manna lið leituðu strokufangans frá birtingu og fram í myrkur í dag. Leitin virðist þó ekki hafa skilað öðru en húfu hans. Samfangar hans segjast oft hafa heyrt hann ræða um flótta. Fjölskiptað lið, sem samanstóð af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Selfossi, sérsveit ríkislögreglustjóra og fangaverðir, fínkembdu nágrenni fangelsisins með leitarhunda sér til aðstoðar. Þá flaug þyrla Landhelgisgæslunnar yfir svæðið í leit að ummerkjum um Matthías Mána. Um 50 björgunarmenn voru einnig til aðstoðar en það mun vera í fyrsta sinn sem þeir aðstoða lögreglu við fangaleit. Matthías Máni strauk af Litla-Hrauni á mánudag. Talið er að honum hafi tekist að klifra yfir girðingu á svæðinu. Hann er talinn varasamur en í september hlaut hann fimm ára fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að bana ungri stjúpmóður sinni. Samkvæmt dómi virðist hann hafa verið heltekinn af henni og samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann margssinnis hafa talað um að ná sér niður á henni þegar honum tækist að flýja. Konunni hefur nú verið komið í skjól.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Innlent Fleiri fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Sjá meira