Vilborg dansar við skugga á suðurskautinu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 2. desember 2012 12:48 ilborg Arna Gissurardóttir, suðurskautsfari. Vilborg Arna Gissurardóttir suðurskautsfari hefur nú gengið tæplega tvöhundruð kílómetra á um hálfum mánuði. Hún heldur í góða skapið þrátt fyrir að hafa glímt við veikindi og óblíða veðurguði og dansaði til að mynda við skuggann sinn í gær. Vilborg hóf göngu sína á suðurpólnum fyrir tæpum tveimur vikum en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt jarðar taki um 50 daga. Hún hefur glímt við veikindi á síðustu dögum en er nú öll að koma til að sögn Ingridar Kuhlman, formanns Lífs Styrktarfélags. „Í gær þá var, eins og hún kallar það, grímuveður. Þ.e. mikill mótvindur, 20 metrar á sekúndu," segir Ingrid. „Hún gengur þennan dag 15,3 kílómetra sem er ekkert smáræði þegar maður er ekki alveg hress."Sp. blm. Og hvað eru margir kílómetrar eftir? „Hún er búin að ganga 183 kílómetra ca. eftir daginn í gær og heildar vegalengdin er 1140 þannig að það eru svona ca. 900 og eitthvað kílómetrar eftir." Vilborg Arna gengur í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans en hægt er að heita á spor Vilborgar í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á heimasíðunni Lífsspor.is en þar er einnig hægt að fylgjast með ferð hennar. „Það er svo mikill húmor í henni.," segir Ingrid. „Hún talar um það stundum í tjaldinu að nú séu óskalög skíðamanna eða maður þarf að drekka sólarvörnina af því að ósonlagið er svo þunnt hérna."Sp blm. Og ég las það að hún var að dansa við skuggann sinn? „Já, hún tók nokkur dansspor í gær og það er svolítið gaman að fylgjast með og ég veit að mjög margir lesa þetta blogg. Svo eru líka mjög margir sem skrá hreyfingu sína því hún vildi líka að Íslendingar myndi ganga sér til stuðnings." „Á Facebook er síða í kringum þetta átak sem heitir Lífsspor þar sem að fólk er á hverjum degi að skrá inn hvatningarorð og hvað það hreyfir sig mikið og ég veit að hún fylgist með því líka og það veitir henni mjög mikinn stuðning, líka á erfiðum dögum því þetta er náttúrulega ekki bara dans á rósum." „Þetta er erfitt," segir Ingrid. „Hún er að draga sleða sem var 100 kg í byrjun, hann er kannski kominn niður í 90 kg núna. Þetta er ekki erfitt í erfiðu færi."Hægt er að nálgast vefsvæði Vilborgar hér. Vilborg Arna Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir suðurskautsfari hefur nú gengið tæplega tvöhundruð kílómetra á um hálfum mánuði. Hún heldur í góða skapið þrátt fyrir að hafa glímt við veikindi og óblíða veðurguði og dansaði til að mynda við skuggann sinn í gær. Vilborg hóf göngu sína á suðurpólnum fyrir tæpum tveimur vikum en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt jarðar taki um 50 daga. Hún hefur glímt við veikindi á síðustu dögum en er nú öll að koma til að sögn Ingridar Kuhlman, formanns Lífs Styrktarfélags. „Í gær þá var, eins og hún kallar það, grímuveður. Þ.e. mikill mótvindur, 20 metrar á sekúndu," segir Ingrid. „Hún gengur þennan dag 15,3 kílómetra sem er ekkert smáræði þegar maður er ekki alveg hress."Sp. blm. Og hvað eru margir kílómetrar eftir? „Hún er búin að ganga 183 kílómetra ca. eftir daginn í gær og heildar vegalengdin er 1140 þannig að það eru svona ca. 900 og eitthvað kílómetrar eftir." Vilborg Arna gengur í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans en hægt er að heita á spor Vilborgar í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á heimasíðunni Lífsspor.is en þar er einnig hægt að fylgjast með ferð hennar. „Það er svo mikill húmor í henni.," segir Ingrid. „Hún talar um það stundum í tjaldinu að nú séu óskalög skíðamanna eða maður þarf að drekka sólarvörnina af því að ósonlagið er svo þunnt hérna."Sp blm. Og ég las það að hún var að dansa við skuggann sinn? „Já, hún tók nokkur dansspor í gær og það er svolítið gaman að fylgjast með og ég veit að mjög margir lesa þetta blogg. Svo eru líka mjög margir sem skrá hreyfingu sína því hún vildi líka að Íslendingar myndi ganga sér til stuðnings." „Á Facebook er síða í kringum þetta átak sem heitir Lífsspor þar sem að fólk er á hverjum degi að skrá inn hvatningarorð og hvað það hreyfir sig mikið og ég veit að hún fylgist með því líka og það veitir henni mjög mikinn stuðning, líka á erfiðum dögum því þetta er náttúrulega ekki bara dans á rósum." „Þetta er erfitt," segir Ingrid. „Hún er að draga sleða sem var 100 kg í byrjun, hann er kannski kominn niður í 90 kg núna. Þetta er ekki erfitt í erfiðu færi."Hægt er að nálgast vefsvæði Vilborgar hér.
Vilborg Arna Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira