Það er nóg að gera hjá ungmennunum í Of monsters and men en þau munu meðal annars stíga á stokk á skosku tónlistarhátíðinni T in the park næsta sumar.
Ásamt þeim mun ofurstjarnan Rihanna sýna listir sínar auk hljómsveitarinnar Mumford & Sons. Það er því óhætt að fullyrða að íslensku ungmennin verði í góðum félagsskap.
Hátíðin var fyrst haldin árið 1994. Um er að ræða risastóra útihátíð í anda Hróaskeldu en gestir tjalda í Kinross-skíri nærri flugvelli sem er hætt að nota.
Á síðasta ári stigu hljómsveitir á stokk á borð við Stone Roses og Snow Patrol. Þá komst hátíðin í fréttirnar út af mikilli rigningu og leðjubaðinu sem því fylgdi.
Of Monsters and men spila ásamt Rihönnu
