Gylfi og Þóra knattspyrnufólk ársins 2012 6. desember 2012 14:29 Gylfi Þór Sigurðsson. Nordic Photos/ Gety Images Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Þóru Björgu Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2012. Þetta er í níunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Frá þessu er greint á heimasíðu KSÍ: Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í Leikmannavali KSÍ 2012 hjá körlum og konum eru eftirfarandi:Knattspyrnumaður 2012: Gylfi Þór Sigurðsson Gylfi Þór Sigurðsson sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni á árinu en hann var lánaður frá þýska félaginu Hoffenheim til Swansea um áramótin. Hann lék 18 leiki með Swansea og skorað í þeim 7 mörk og var m.a. kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í marsmánuði. Hann var eftirsóttur eftir tímabilið og gekk að lokum til liðs við Tottenham sem borgaði þýska félaginu 8 milljónir punda fyrir Gylfa. Þar hefur hann komið við sögu í 13 leikjum það sem af er ensku úrvalsdeildinni þegar þetta er skrifað. Gylfi lék átta landsleiki á árinu og skoraði í þeim eitt mark, glæsilegt sigurmark í útileik gegn Albaníu. Hann hefur samtals leikið 14 A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.2. sæti karla: Alfreð Finnbogason Alfreð Finnbogason hefur sannarlega átt góðu gengi að fagna á þessu ári. Hann byrjaði árið hjá Lokeren í Belgíu en var í byrjun mars lánaður til sænska félagsins Helsingborg. Þar endaði hann sem markahæsti leikmaður félagsins á tímabilinu, skoraði 12 mörk í 17 leikjum. Í ágúst var Alfreð seldur til hollenska liðsins Heerenveen þar sem hann hefur slegið í gegn. Hann skoraði tvö mörk gegn Ajax í sínum fyrsta heimaleik og er sem stendur annar markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar, með 11 mörk í 13 leikjum. Alfreð lék 6 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk, þ.á.m. mark í góðum heimasigri gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli. Hann hefur leikið 12 A-landsleiki til þessa og skorað í þeim þrjú mörk.3. sæti karla: Kolbeinn Sigþórsson Kolbeinn Sigþórsson var einn lykilmanna Ajax í hollensku deildinni en hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu misseri. Hann varð hollenskur meistari með félagi sínu og skoraði þar 7 mörk í 14 leikjum, þar af voru 2 markanna á þessu ári í 6 leikjum. Kolbeinn meiddist svo eftir að hafa leikið aðeins tvo leiki í hollensku deildinni á þessu tímabili en hafði þó skorað eitt mark. Vegna meiðslanna urðu landsleikir Kolbeins færri en vonast var eftir en hann skoraði 4 mörk í 3 landsleikjum á árinu. Hann hefur því alls leikið 11 A-landsleiki og skorað í þeim 8 mörk. Knattspyrnukona ársins 2012: Þóra Björg HelgadóttirSara Gunnarsdóttir og Þóra Helgadóttir.Þóra Björg Helgadóttir var sem fyrr einn af lykilleikmönnum sænska liðsins Malmö og stóð í markinu í öllum leikjum liðsins. Hún var, þar að auki, valin besti markvörður úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð að tímabilinu loknu. Malmö missti af titlinum í síðasta leik mótsins en liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinar þar sem Þóra og félaga mæta Evrópumeisturum Lyon frá Frakklandi. Eftir tímabilið í Svíþjóð var Þóra lánuð til Ástralíu þar sem hún leikur með Western Sidney Wanderers fram á næsta ár. Þóra lék 11 landsleiki Íslands á árinu og var einn lykilmanna landsliðsins sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Þóra hefur leikið 92 A-landsleiki á ferlinum og ekki loku fyrir því skotið að sá hundraðasti bætist í safnið á næsta ári.2. sæti kvenna: Sara Björk Gunnarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Þóru með sænska liðinu Malmö sem hefur verið eitt þaðsterkasta í Svíþjóð síðustu ár og þ.a.l. í Evrópu. Sara var einn af máttarstólpum liðsins, skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Malmö og átti sinn þátt í því að sænska félagið er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Sara lék 11 landsleiki á árinu, skoraði í þeim 2 mörk og átti fast sæti í íslenska landsliðinu sem vann sér sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Hún hefur nú leikið 54 A-landsleiki og skorað í þeim 12 mörk.3. sæti kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir lék með norska félaginu Avaldsnes á þessu ári en liðið vann sigur með miklum yfirburðum í næstefstu deild í Noregi og tryggði sér sæti í efstu deild að ári. Hólmfríður fór mikinn og skoraði 25 mörk í 20 leikjum með norska liðinu í deildinni en hún var ein fjögurra Íslendinga í liðinu. Hólmfríður var lykilleikmaður í landsliðinu, lék 12 landsleiki á árinu og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún hefur alls leikið 76 A-landsleiki á ferlinum og eru mörkin orðin 30 talsins. Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Þóru Björgu Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2012. Þetta er í níunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Frá þessu er greint á heimasíðu KSÍ: Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í Leikmannavali KSÍ 2012 hjá körlum og konum eru eftirfarandi:Knattspyrnumaður 2012: Gylfi Þór Sigurðsson Gylfi Þór Sigurðsson sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni á árinu en hann var lánaður frá þýska félaginu Hoffenheim til Swansea um áramótin. Hann lék 18 leiki með Swansea og skorað í þeim 7 mörk og var m.a. kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í marsmánuði. Hann var eftirsóttur eftir tímabilið og gekk að lokum til liðs við Tottenham sem borgaði þýska félaginu 8 milljónir punda fyrir Gylfa. Þar hefur hann komið við sögu í 13 leikjum það sem af er ensku úrvalsdeildinni þegar þetta er skrifað. Gylfi lék átta landsleiki á árinu og skoraði í þeim eitt mark, glæsilegt sigurmark í útileik gegn Albaníu. Hann hefur samtals leikið 14 A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.2. sæti karla: Alfreð Finnbogason Alfreð Finnbogason hefur sannarlega átt góðu gengi að fagna á þessu ári. Hann byrjaði árið hjá Lokeren í Belgíu en var í byrjun mars lánaður til sænska félagsins Helsingborg. Þar endaði hann sem markahæsti leikmaður félagsins á tímabilinu, skoraði 12 mörk í 17 leikjum. Í ágúst var Alfreð seldur til hollenska liðsins Heerenveen þar sem hann hefur slegið í gegn. Hann skoraði tvö mörk gegn Ajax í sínum fyrsta heimaleik og er sem stendur annar markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar, með 11 mörk í 13 leikjum. Alfreð lék 6 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk, þ.á.m. mark í góðum heimasigri gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli. Hann hefur leikið 12 A-landsleiki til þessa og skorað í þeim þrjú mörk.3. sæti karla: Kolbeinn Sigþórsson Kolbeinn Sigþórsson var einn lykilmanna Ajax í hollensku deildinni en hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu misseri. Hann varð hollenskur meistari með félagi sínu og skoraði þar 7 mörk í 14 leikjum, þar af voru 2 markanna á þessu ári í 6 leikjum. Kolbeinn meiddist svo eftir að hafa leikið aðeins tvo leiki í hollensku deildinni á þessu tímabili en hafði þó skorað eitt mark. Vegna meiðslanna urðu landsleikir Kolbeins færri en vonast var eftir en hann skoraði 4 mörk í 3 landsleikjum á árinu. Hann hefur því alls leikið 11 A-landsleiki og skorað í þeim 8 mörk. Knattspyrnukona ársins 2012: Þóra Björg HelgadóttirSara Gunnarsdóttir og Þóra Helgadóttir.Þóra Björg Helgadóttir var sem fyrr einn af lykilleikmönnum sænska liðsins Malmö og stóð í markinu í öllum leikjum liðsins. Hún var, þar að auki, valin besti markvörður úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð að tímabilinu loknu. Malmö missti af titlinum í síðasta leik mótsins en liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinar þar sem Þóra og félaga mæta Evrópumeisturum Lyon frá Frakklandi. Eftir tímabilið í Svíþjóð var Þóra lánuð til Ástralíu þar sem hún leikur með Western Sidney Wanderers fram á næsta ár. Þóra lék 11 landsleiki Íslands á árinu og var einn lykilmanna landsliðsins sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Þóra hefur leikið 92 A-landsleiki á ferlinum og ekki loku fyrir því skotið að sá hundraðasti bætist í safnið á næsta ári.2. sæti kvenna: Sara Björk Gunnarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Þóru með sænska liðinu Malmö sem hefur verið eitt þaðsterkasta í Svíþjóð síðustu ár og þ.a.l. í Evrópu. Sara var einn af máttarstólpum liðsins, skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Malmö og átti sinn þátt í því að sænska félagið er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Sara lék 11 landsleiki á árinu, skoraði í þeim 2 mörk og átti fast sæti í íslenska landsliðinu sem vann sér sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Hún hefur nú leikið 54 A-landsleiki og skorað í þeim 12 mörk.3. sæti kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir lék með norska félaginu Avaldsnes á þessu ári en liðið vann sigur með miklum yfirburðum í næstefstu deild í Noregi og tryggði sér sæti í efstu deild að ári. Hólmfríður fór mikinn og skoraði 25 mörk í 20 leikjum með norska liðinu í deildinni en hún var ein fjögurra Íslendinga í liðinu. Hólmfríður var lykilleikmaður í landsliðinu, lék 12 landsleiki á árinu og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún hefur alls leikið 76 A-landsleiki á ferlinum og eru mörkin orðin 30 talsins.
Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira