Smá hissa og stolt yfir nýju plötunni 22. nóvember 2012 17:00 Sigríður Thorlacius. "Við erum smá hissa og sömuleiðis mjög stolt yfir því að platan sé komin út," segir söngkonan Sigríður Thorlacius, en í dag kom út breiðskífan, Enter 4, frá hljómsveitinni Hjaltalín.Sigríður segir það ekki hafa verið fyrr en í október sem sveitin lagðist öll á eitt við að klára plötuna. "Við höfum verið að búa til grunna síðastliðið eitt og hálft ár en það var ekki fyrr en í október sem við vorum nógu ánægð með efnið og töldum okkur tilbúin að gefa út plötu. Þannig að það má kannski kalla þetta skyndiákvörðun," segir Sigríður, sem einmitt fagnaði afmælinu sínu í gær."Það var mikill eldmóður í okkur að klára þetta og við unnum mikið á kvöldin og nóttunni því það voru einu tímarnir sem stúdíóið var laust."Sigríður segir kveða við nýjan tón á plötunni Enter 4. Högni á svo heiðurinn af öllum textum plötunnar sem eru á ensku. "Ef ég á að segja eitthvað þá er tónninn eilítið dekkri og kannski þyngri, ekki beint svona léttpopp. Það er orðið það langt síðan við gáfum síðast út plötu að það er eðlilegt að við komum inn með nýjan hljóm núna," segir Sigríður en síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út 2009 og fékk einróma lof gagnrýnenda.Hjaltalín hefur verið í spilapásu undanfarið þar sem meðlimir sveitarinnar hafi verið á víð og dreif um heiminn að vinna í sínu eigin efni. Nú eru þau hins vegar meira en tilbúin að hella sér út í spilamennskuna og ríða á vaðið með útgáfutónleikum í Gamla bíói þann 21. desember.Enter 4 kemur í verslanir í næstu viku en er nú fáanleg á Tonlist.is og á heimasíðu Hjaltalín, Hjaltalinmusic.com. Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
"Við erum smá hissa og sömuleiðis mjög stolt yfir því að platan sé komin út," segir söngkonan Sigríður Thorlacius, en í dag kom út breiðskífan, Enter 4, frá hljómsveitinni Hjaltalín.Sigríður segir það ekki hafa verið fyrr en í október sem sveitin lagðist öll á eitt við að klára plötuna. "Við höfum verið að búa til grunna síðastliðið eitt og hálft ár en það var ekki fyrr en í október sem við vorum nógu ánægð með efnið og töldum okkur tilbúin að gefa út plötu. Þannig að það má kannski kalla þetta skyndiákvörðun," segir Sigríður, sem einmitt fagnaði afmælinu sínu í gær."Það var mikill eldmóður í okkur að klára þetta og við unnum mikið á kvöldin og nóttunni því það voru einu tímarnir sem stúdíóið var laust."Sigríður segir kveða við nýjan tón á plötunni Enter 4. Högni á svo heiðurinn af öllum textum plötunnar sem eru á ensku. "Ef ég á að segja eitthvað þá er tónninn eilítið dekkri og kannski þyngri, ekki beint svona léttpopp. Það er orðið það langt síðan við gáfum síðast út plötu að það er eðlilegt að við komum inn með nýjan hljóm núna," segir Sigríður en síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út 2009 og fékk einróma lof gagnrýnenda.Hjaltalín hefur verið í spilapásu undanfarið þar sem meðlimir sveitarinnar hafi verið á víð og dreif um heiminn að vinna í sínu eigin efni. Nú eru þau hins vegar meira en tilbúin að hella sér út í spilamennskuna og ríða á vaðið með útgáfutónleikum í Gamla bíói þann 21. desember.Enter 4 kemur í verslanir í næstu viku en er nú fáanleg á Tonlist.is og á heimasíðu Hjaltalín, Hjaltalinmusic.com.
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira