Þremur fyrstu leikjum kvöldsins í Evrópudeild UEFA er nú lokið en í þeim mátti finna tvo rússneska sigra á ítölskum liðum.
Inter tapaði stórt fyrir Rubin Kazan á útivelli, 3-0. Með sigrinum tryggði Rubin sér efsta sæti H-riðils en bæði lið voru komin áfram í 32-liða úrslitin fyrir leikinn.
Þá gerðu Neftchi Baku og Partizan Belgrad 1-1 jafntefli í sama riðli. Bæði lið eru með tvö stig.
Að síðustu vann Anzhi góðan 2-0 sigur á Udinese með mörkum þeirra Chris Samba og Samuel Eto'o. Anzhi er þar með nánast öruggt með sæti sitt í 32-liða úrslitunum.
Liverpool og Young Boys eru í sama riðli og mætast síðar í kvöld. Þau eru bæði með sex stig í 2.-3. sæti deildarinnar.
Inter steinlá í Rússlandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti





Bayern varð sófameistari
Fótbolti