Leitinni að Jólastjörnu Íslands er nú lokið. Úrslit Jólastjörnunnar voru kunngjörð í kvöld í Íslandi í dag. Það var Margrét Stella Kaldalóns sem bar sigur úr býtum og er því jólastjarna Björgvins Halldórssonar í ár.
500 krakkar skráðu sig upphaflega til leiks á Vísi og eftir rækilegan niðurskurð stóðu einungis 10 eftir. Það var svo Margrét sem stóð upp úr, en hún er 12 ára gömul.
Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hana syngja lagið Jólalagið fyrir dómnefnd.
Jólastjarnan komin í leitirnar
BBI skrifar