Nýja Nintendo tölvan kemur hingað á föstudag JHH skrifar 28. nóvember 2012 11:17 Nýjasta kynslóð hinnar vinsælu Nintendo leikjatölvu, Wii U, verður kynnt til leiks hjá Ormsson í Lágmúla næstkomandi föstudag 30. nóvember klukkan 10. Mikil eftirvænting hefur verið eftir Nintendo Wii U sem hefur verið hampað sem nýrri og byltingarkenndri kynslóð leikjatölva. Nintendo Wii U fer í almenna sölu um alla Evrópu næstkomandi föstudag. "Með tilkomu Wii U opnast nýr heimur fyrir tölvuleikjaspilurum þar sem handtölvan (Gamepad) gegnir lykilhlutverki. 6,2" skjár handtölvunnar sýnir leikinn í fullri háskerpu upplausn og frá öðru sjónarhorni en aðrir spilarar sjá leikinn," segir Valur Kristófersson, deildarstjóri hjá Ormsson, í tilkynningu. Hægt er að nota Nintendo Wii U sem handtölvu eða tengja hana við sjónvarp. Fjarstýringin er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er viðmótið blásið upp og áhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna. Nýja kynslóð leikjatölvunnar hefur fengið frábærar viðtökur í í Bandaríkjunum en þar seldust alls um 500 þúsund eintök af leikjatölvunni í fyrstu vikunni sem hún var í sölu þar og er Wii U víða uppseld vestanhafs. Þá verður nýtt og háþróað 75 tommu Samsung LED-sjónvarp frumsýnt í Samsungsetrinu næstkomandi föstudag. Tengdar fréttir Wii U hittir í mark Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. 27. nóvember 2012 11:47 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Nýjasta kynslóð hinnar vinsælu Nintendo leikjatölvu, Wii U, verður kynnt til leiks hjá Ormsson í Lágmúla næstkomandi föstudag 30. nóvember klukkan 10. Mikil eftirvænting hefur verið eftir Nintendo Wii U sem hefur verið hampað sem nýrri og byltingarkenndri kynslóð leikjatölva. Nintendo Wii U fer í almenna sölu um alla Evrópu næstkomandi föstudag. "Með tilkomu Wii U opnast nýr heimur fyrir tölvuleikjaspilurum þar sem handtölvan (Gamepad) gegnir lykilhlutverki. 6,2" skjár handtölvunnar sýnir leikinn í fullri háskerpu upplausn og frá öðru sjónarhorni en aðrir spilarar sjá leikinn," segir Valur Kristófersson, deildarstjóri hjá Ormsson, í tilkynningu. Hægt er að nota Nintendo Wii U sem handtölvu eða tengja hana við sjónvarp. Fjarstýringin er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er viðmótið blásið upp og áhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna. Nýja kynslóð leikjatölvunnar hefur fengið frábærar viðtökur í í Bandaríkjunum en þar seldust alls um 500 þúsund eintök af leikjatölvunni í fyrstu vikunni sem hún var í sölu þar og er Wii U víða uppseld vestanhafs. Þá verður nýtt og háþróað 75 tommu Samsung LED-sjónvarp frumsýnt í Samsungsetrinu næstkomandi föstudag.
Tengdar fréttir Wii U hittir í mark Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. 27. nóvember 2012 11:47 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Wii U hittir í mark Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. 27. nóvember 2012 11:47