Leitar að geggjuðustu bílunum 14. nóvember 2012 10:43 Finnur Orri Thorlacius leitar að geggjuðustu bílum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Finnur Orri Thorlacius leitar að geggjuðustu bílum landsins í tilefni útgáfu bókarinnar 100 geggjuðustu bílarnir. Finnur þýddi bókina yfir á íslensku en höfundar hennar eru þeir sömu og stýra hinum vinsæla sjónvarpsþætti Top Gear. "Sjö af þessum hundrað bílum sem fjallað er um í bókinni eru til á landinu og mig langaði að safna þeim saman í tilefni útgáfu bókarinnar. Þetta var töluverð leit og ég þurfti að beita ýmsum aðferðum til að hafa upp á þeim og ég er enn þá á höttunum eftir tveimur," útskýrir Finnur Orri. Bílarnir sem Finnur Orri ætlar að safna saman eru meðal annars af tegundinni Citroen DS, Citroen 2CV, Unimog, Hummer H1 og Pontiac Aztec. "Geggjuðustu bílarnir eru ekki endilega þeir flottustu. Þetta orð getur líka átt við ljóta og illa hannaða bíla. Citroen DS þótti einn sá flottasti í heimi á sínum tíma og var hlaðinn ýmsum nýjungum. Unimog-bíllinn er fjallabíll sem hjálparsveitir hafa meðal annars mikið notað. Pontiac Aztec þykir aftur á móti einn ljótasti bíll sem teiknaður hefur verið." Bílarnir verða til sýnis í Opel-salnum við Ármúla 17 á laugardag þó Hummerinn gæti þurft að standa úti sökum stærðar. "Ég vona að fólk komi til að skoða þetta með okkur. Það er þó eitt vandamál, ég er að fara norður í tökur á Game of Thrones sama dag og því óvíst hvort ég verði á staðnum. Ég reyni að semja um að fá að fljúga norður svo ég missi ekki af þessu," segir Finnur Orri glaðlega að lokum. - sm Game of Thrones Menning Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Finnur Orri Thorlacius leitar að geggjuðustu bílum landsins í tilefni útgáfu bókarinnar 100 geggjuðustu bílarnir. Finnur þýddi bókina yfir á íslensku en höfundar hennar eru þeir sömu og stýra hinum vinsæla sjónvarpsþætti Top Gear. "Sjö af þessum hundrað bílum sem fjallað er um í bókinni eru til á landinu og mig langaði að safna þeim saman í tilefni útgáfu bókarinnar. Þetta var töluverð leit og ég þurfti að beita ýmsum aðferðum til að hafa upp á þeim og ég er enn þá á höttunum eftir tveimur," útskýrir Finnur Orri. Bílarnir sem Finnur Orri ætlar að safna saman eru meðal annars af tegundinni Citroen DS, Citroen 2CV, Unimog, Hummer H1 og Pontiac Aztec. "Geggjuðustu bílarnir eru ekki endilega þeir flottustu. Þetta orð getur líka átt við ljóta og illa hannaða bíla. Citroen DS þótti einn sá flottasti í heimi á sínum tíma og var hlaðinn ýmsum nýjungum. Unimog-bíllinn er fjallabíll sem hjálparsveitir hafa meðal annars mikið notað. Pontiac Aztec þykir aftur á móti einn ljótasti bíll sem teiknaður hefur verið." Bílarnir verða til sýnis í Opel-salnum við Ármúla 17 á laugardag þó Hummerinn gæti þurft að standa úti sökum stærðar. "Ég vona að fólk komi til að skoða þetta með okkur. Það er þó eitt vandamál, ég er að fara norður í tökur á Game of Thrones sama dag og því óvíst hvort ég verði á staðnum. Ég reyni að semja um að fá að fljúga norður svo ég missi ekki af þessu," segir Finnur Orri glaðlega að lokum. - sm
Game of Thrones Menning Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira