Svíinn síkáti, Sven-Göran Eriksson, er atvinnulaus sem stendur en hann hefur enst stutt í störfum síðustu ár. Nú er hann líklega á leiðinni til Þýskalands.
1860 München er nú á eftir þjálfaranum víðförla og er jafnvel talið að hann semji við liðið á næstu dögum. 1860 er í þýsku B-deildinni.
Góðvinur Eriksson, Hamada Iraki sem er bankastarfsmaður frá Palestínu, hjálpaði félaga sínum að eignast stóran hlut í félaginu og hann er nú að vinna í því að fá vin sinn sem þjálfara.
Eriksson var mættur í stúkuna á síðasta leik 1860.
