Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona eru komnir upp í annað sæti ítölsku B-deildarinnar eftir 1-0 sigur á toppliði Sassuolo í kvöld.
Það var Gomez sem skoraði eina mark leiksins rétt fyrir leikhlé.
Emil Hallfreðsson var sem fyrr í byrjunarliði Verona í kvöld á miðjunni. Hann lék allan leikinn.
Verona er komið með 28 stig í öðru sæti en Sassuolo er enn efst með 31 stig þrátt fyrir tapið í kvöld.
Emil og félagar skelltu toppliðinu

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
