Fyrirtæki þurfa áreiðanleika á krepputímum Magnús Halldórsson skrifar 8. nóvember 2012 15:11 Christian Grönroos, einn virtasti sérfræðingur heims á sviði markaðsmála, segir að krepputímar kalli á að fyrirtæki hugi sérstaklega að beinu sambandi við viðskiptavini gegnum vörur sínar og þjónustu. „Það reynir á markaðsfólk sem sinnir þessu starfi, við erfiðar aðstæður. Það þarf að fylgjast með hverju skrefi, og þá sérstaklega hvernig viðskiptavinir eru að upplifa vörur og þjónustu, og hvort sú upplifun sé að breytast," segir Grönroos, en hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallarþáttar um efnahagsmál og viðskipti á Vísi. Grönroos var staddur hér á landi á dögunum, á vegum MBA-námsins við Háskóla Íslands, en hann flutti erindi í Aðalsal Háskóla Íslands auk þess að sinna kennslu við MBA-námið. Grönroos segir að markaðssetning í efnahagssamdrætti sé krefjandi, þar sem krafa um mikinn árangur fyrir lítið fé ráði oftar en ekki för. Mikilvægast sé oft á tíðum, að horfa fyrst og fremst í áreiðanleikann, það er að gæðin í almennri starfsemi fyrirtækja minnki ekki, og að þjónustan sé góð. „Markaðsstarfið verður mun auðveldara ef starfsemin gengur vel." Grönroos segir að markaðssetning og markaðsvinna sé krefjandi um þessar mundir, ekki síst vegna tækniframfara, þ.e. snjallsímavæðingar og samfélagsmiðla. „Markaðsfólk þarf að fylgjast náið með þessari þróun, og þá helst hvernig fólk er að nýta sér þessa tækni og hvernig það getur haft áhrif á upplifun viðskipta af einstaka vörum eða þjónustu. Til dæmis getur orðsporsáhætta verið mikil, vegna þess hve orðrómur er fljótur að breiðast út á meðal viðskipta. Þetta er krefjandi, en til lengri tíma er þetta gott fyrir fyrirtæki, þar sem þau fá mikil viðbrögð frá viðskiptavinum og geta þá tekið tillit til athugasemda þeirra fyrr en ella." Viðtalið við Grönroos má sjá hér, og einnig í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Athugið að viðtalið er á ensku, en það birtist hér ótextað. Klinkið Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Christian Grönroos, einn virtasti sérfræðingur heims á sviði markaðsmála, segir að krepputímar kalli á að fyrirtæki hugi sérstaklega að beinu sambandi við viðskiptavini gegnum vörur sínar og þjónustu. „Það reynir á markaðsfólk sem sinnir þessu starfi, við erfiðar aðstæður. Það þarf að fylgjast með hverju skrefi, og þá sérstaklega hvernig viðskiptavinir eru að upplifa vörur og þjónustu, og hvort sú upplifun sé að breytast," segir Grönroos, en hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallarþáttar um efnahagsmál og viðskipti á Vísi. Grönroos var staddur hér á landi á dögunum, á vegum MBA-námsins við Háskóla Íslands, en hann flutti erindi í Aðalsal Háskóla Íslands auk þess að sinna kennslu við MBA-námið. Grönroos segir að markaðssetning í efnahagssamdrætti sé krefjandi, þar sem krafa um mikinn árangur fyrir lítið fé ráði oftar en ekki för. Mikilvægast sé oft á tíðum, að horfa fyrst og fremst í áreiðanleikann, það er að gæðin í almennri starfsemi fyrirtækja minnki ekki, og að þjónustan sé góð. „Markaðsstarfið verður mun auðveldara ef starfsemin gengur vel." Grönroos segir að markaðssetning og markaðsvinna sé krefjandi um þessar mundir, ekki síst vegna tækniframfara, þ.e. snjallsímavæðingar og samfélagsmiðla. „Markaðsfólk þarf að fylgjast náið með þessari þróun, og þá helst hvernig fólk er að nýta sér þessa tækni og hvernig það getur haft áhrif á upplifun viðskipta af einstaka vörum eða þjónustu. Til dæmis getur orðsporsáhætta verið mikil, vegna þess hve orðrómur er fljótur að breiðast út á meðal viðskipta. Þetta er krefjandi, en til lengri tíma er þetta gott fyrir fyrirtæki, þar sem þau fá mikil viðbrögð frá viðskiptavinum og geta þá tekið tillit til athugasemda þeirra fyrr en ella." Viðtalið við Grönroos má sjá hér, og einnig í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Athugið að viðtalið er á ensku, en það birtist hér ótextað.
Klinkið Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun