Fótbolti

Messi dreymir um að klára ferillinn í Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lionel Messi skoraði sitt 300. mark á ferlinum um síðustu helgi og í viðtölum eftir leikinn talaði Argentínumaðurinn um þann draum sinn að spila bara fyrir eitt félag á ferlinum.

„Ég dreymi um að klára ferilinn hjá Barcelona. Mikilvægast af öllu er þó að ég haldi áfram að bæta mig sem leikmann og það vil ég gera þar til að ég hætti í boltanum," sagði Lionel Messi.

Lionel Messi hefur spilað með Barcelona síðan að hann var þrettán ára gamall en lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu árið 2004. Undanfarin þrjú ár hefur hann verið besti fótboltamaður heims.

Samningur Messi við Barcelona rennur út eftir fjögur ár eða þegar hann verður orðinn 29 ára. Félög geta reyndar keypt hann fyrir litlar 250 milljónir evra en það búast allir við því að hann framlengi samning sinn á næstu árum.

Lionel Messi skoraði tvö mörk í 5-0 sigri Barcelona á Rayo Vallecano um síðustu helgi og er kominn með 17 mörk í 13 fyrstu leikjum tímabilsins. Hann hefur nú skorað alls 270 mörk í 343 leikjum fyrir Barcelona þar af 228 mörk í 233 leikjum frá 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×