Þrír meðlimir Lynyrd Skynyrd létust í mannskæðu flugslysi 22. október 2012 13:05 Þennan dag fyrir réttum 35 árum, hinn 20. október árið 1977, fórst flugvél í skóglendi í Mississippiríki í Bandaríkjunum. Sex létust, þar á meðal þrír meðlimir rokksveitarinnar Lynyrd Skynyrd, sem hafði tekið Bandaríkin með trompi með lögum eins og Free Bird og ofursmellinum sígilda Sweet Home Alabama. Ronnie Van Zant, Bob Burns, Gary Rossington, Allen Collins og Larry Junstrom, gagnfræðaskólavinir frá Flórída, höfðu stofnað sveitina árið 1964 undir nafninu My Backyard en ekki orðið mikið ágengt á landsvísu. Það breyttist árið 1973, skömmu eftir að þeir tóku upp nafnið Lynyrd Skynyrd, sem er afbökun á nafni gamla leikfimikennarans þeirra Leonards Skinner. Skynyrd gaf þetta ár út plötu og lagið Free Bird sló í gegn. Ári síðar kom platan Second Helping, þar sem Sweet Home Alabama var að finna. Skynyrd hafði þar tekið afgerandi forystu í svokölluðu Suðurríkjarokki og naut mikilla vinsælda. Á tónleikaferð árið 1977, þar sem systkinin Cassie og Steve Gaines höfðu skömmu áður gengið til liðs við sveitina, voru þau á leið frá Suður-Karólínu til Louisiana í leiguflugvél. Vélin fór allt í einu að missa flugið þar sem eldsneytisbirgðirnar þraut og loks hrapaði hún til jarðar. Gaines-systkinin og aðalsöngvarinn, Van Zant, létust ásamt aðstoðarrótara, flugmanni og flugstjóra en tuttugu lifðu af. Orsakir slyssins voru síðar raknar til mistaka hjá áhöfninni. Sagan segir að Aerosmith hafi sumarið áður íhugað að leigja flugvélina en litist illa á áhöfnina. Skynyrd var endurlífguð árið 1987, þar sem fimm af þeim sem komust lífs af voru meðal meðlima, og er hún enn í dag að spila fyrir aðdáendur sína og gaf meðal annars út sína fjórtándu breiðskífu í ár. - þj Heimild: History.com Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þennan dag fyrir réttum 35 árum, hinn 20. október árið 1977, fórst flugvél í skóglendi í Mississippiríki í Bandaríkjunum. Sex létust, þar á meðal þrír meðlimir rokksveitarinnar Lynyrd Skynyrd, sem hafði tekið Bandaríkin með trompi með lögum eins og Free Bird og ofursmellinum sígilda Sweet Home Alabama. Ronnie Van Zant, Bob Burns, Gary Rossington, Allen Collins og Larry Junstrom, gagnfræðaskólavinir frá Flórída, höfðu stofnað sveitina árið 1964 undir nafninu My Backyard en ekki orðið mikið ágengt á landsvísu. Það breyttist árið 1973, skömmu eftir að þeir tóku upp nafnið Lynyrd Skynyrd, sem er afbökun á nafni gamla leikfimikennarans þeirra Leonards Skinner. Skynyrd gaf þetta ár út plötu og lagið Free Bird sló í gegn. Ári síðar kom platan Second Helping, þar sem Sweet Home Alabama var að finna. Skynyrd hafði þar tekið afgerandi forystu í svokölluðu Suðurríkjarokki og naut mikilla vinsælda. Á tónleikaferð árið 1977, þar sem systkinin Cassie og Steve Gaines höfðu skömmu áður gengið til liðs við sveitina, voru þau á leið frá Suður-Karólínu til Louisiana í leiguflugvél. Vélin fór allt í einu að missa flugið þar sem eldsneytisbirgðirnar þraut og loks hrapaði hún til jarðar. Gaines-systkinin og aðalsöngvarinn, Van Zant, létust ásamt aðstoðarrótara, flugmanni og flugstjóra en tuttugu lifðu af. Orsakir slyssins voru síðar raknar til mistaka hjá áhöfninni. Sagan segir að Aerosmith hafi sumarið áður íhugað að leigja flugvélina en litist illa á áhöfnina. Skynyrd var endurlífguð árið 1987, þar sem fimm af þeim sem komust lífs af voru meðal meðlima, og er hún enn í dag að spila fyrir aðdáendur sína og gaf meðal annars út sína fjórtándu breiðskífu í ár. - þj Heimild: History.com
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira