Náttúran á gólf 22. október 2012 14:02 Gólfmotturnar eftir Sigrúnu Láru Shanko og Sigríði Ólafsdóttur eru á leið á erlendan markað. Hér heima fást þær í Epal og Kraum. mynd/pjetur Við hittumst fyrst á textílverkstæðinu á Korpúlfsstöðum. Sigga gekk með þann draum í maganum að búa til gólfmottur en hún lærði fínflosaðferð í Svíþjóð. Við stofnuðum saman fyrirtækið fyrir rúmu ári og samhliða því að standsetja húsnæðið unnum við hugmyndir og skissur. Við sýndum svo fyrstu motturnar í Epal á HönnunarMars 2012," útskýrir Sigrún Lára Shanko en hún rekur fyrirtækið Élivogar ásamt Sigríði Ólafsdóttur, textíl- og vöruhönnuði en þær hanna og framleiða gólfmottur úr hreinni, íslenskri ull. Boltinn fór strax að rúlla eftir HönnunarMars og í framhaldinu fengu þær stöllur umfjöllun í sænska Elle interiour og boð um þátttöku á hönnunarsýningu í Helsinki. Þá voru þær meðal topp tíu hönnuða á HönnunarMars að mati wgsn.com. "Motturnar sem fóru til Helsinki eru þar enn á sýningu á heimili íslenska sendiherrans þar. Þá erum við að vinna spennandi verkefni fyrir Hótel Rangá og fleiri aðilar hafa einnig haft samband. Þá er markaðssetning í útlöndum handan við hornið en við erum komnar með umboðsaðila í Bretlandi. Það er því margt spennandi í farvatninu," segir Sigrún. Munstrin á mottunum eru unnin upp úr loftmyndum og landakortum af Íslandi. Þær eru handunnar og því verður engin þeirra alveg eins. "Við handteiknum munstrið á vefinn sem er strengdur á ramma. Vélknúin nál festir þræðina en framleiðslan sjálf tekur um það bil 5 daga. Hver motta er númeruð svo hægt er að rekja sögu hennar, hvernig hún er unnin, af hverjum og hvaða litir eru í henni. Þannig getum við lagað mottu fyrir viðskiptavin með því að fletta upp númerinu. Eins er hægt að sérpanta hjá okkur aðra liti í eitthvert munstur eða koma með eigið munstur sem við hjálpum til við að þróa í mottu." Auk gólfmottanna hafa Sigrún og Sigríður hafið framleiðslu á sessum, sem þær kalla Piece of Iceland. "Við hugsum þær eins og þúfur sem hægt er að kippa með sér og setjast á úti. Við berum náttúrulegt latex undir svo þær taka ekki til sín raka. Ég veit ekki til þess að íslenska ullin hafi verið nýtt á þennan hátt áður," segir Sigrún. Nánar á www.elivogar.com og á facebook. HönnunarMars Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Við hittumst fyrst á textílverkstæðinu á Korpúlfsstöðum. Sigga gekk með þann draum í maganum að búa til gólfmottur en hún lærði fínflosaðferð í Svíþjóð. Við stofnuðum saman fyrirtækið fyrir rúmu ári og samhliða því að standsetja húsnæðið unnum við hugmyndir og skissur. Við sýndum svo fyrstu motturnar í Epal á HönnunarMars 2012," útskýrir Sigrún Lára Shanko en hún rekur fyrirtækið Élivogar ásamt Sigríði Ólafsdóttur, textíl- og vöruhönnuði en þær hanna og framleiða gólfmottur úr hreinni, íslenskri ull. Boltinn fór strax að rúlla eftir HönnunarMars og í framhaldinu fengu þær stöllur umfjöllun í sænska Elle interiour og boð um þátttöku á hönnunarsýningu í Helsinki. Þá voru þær meðal topp tíu hönnuða á HönnunarMars að mati wgsn.com. "Motturnar sem fóru til Helsinki eru þar enn á sýningu á heimili íslenska sendiherrans þar. Þá erum við að vinna spennandi verkefni fyrir Hótel Rangá og fleiri aðilar hafa einnig haft samband. Þá er markaðssetning í útlöndum handan við hornið en við erum komnar með umboðsaðila í Bretlandi. Það er því margt spennandi í farvatninu," segir Sigrún. Munstrin á mottunum eru unnin upp úr loftmyndum og landakortum af Íslandi. Þær eru handunnar og því verður engin þeirra alveg eins. "Við handteiknum munstrið á vefinn sem er strengdur á ramma. Vélknúin nál festir þræðina en framleiðslan sjálf tekur um það bil 5 daga. Hver motta er númeruð svo hægt er að rekja sögu hennar, hvernig hún er unnin, af hverjum og hvaða litir eru í henni. Þannig getum við lagað mottu fyrir viðskiptavin með því að fletta upp númerinu. Eins er hægt að sérpanta hjá okkur aðra liti í eitthvert munstur eða koma með eigið munstur sem við hjálpum til við að þróa í mottu." Auk gólfmottanna hafa Sigrún og Sigríður hafið framleiðslu á sessum, sem þær kalla Piece of Iceland. "Við hugsum þær eins og þúfur sem hægt er að kippa með sér og setjast á úti. Við berum náttúrulegt latex undir svo þær taka ekki til sín raka. Ég veit ekki til þess að íslenska ullin hafi verið nýtt á þennan hátt áður," segir Sigrún. Nánar á www.elivogar.com og á facebook.
HönnunarMars Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira