Ljúf stund með Svavari Knúti Trausti Júlíusson skrifar 12. október 2012 10:08 „Mörg laganna hér eru fín og það sama má segja um textana sem eru ýmist á ensku eða íslensku,“ segir í gagnrýni um þriðju sóló plötu Svavars Knúts. Dimma Ölduslóð er þriðja sólóplata Svavars Knúts. Sú fyrsta, Kvöldvaka, kom út árið 2009 og hafði að geyma frumsamin lög og texta, en ári síðar kom Amma sem hann tileinkaði ömmum sínum. Á henni var safn íslenskra sönglaga. Á nýju plötunni, Ölduslóð, er þráðurinn tekinn upp frá fyrstu plötunni með nýjum lögum og textum. Svavar Knútur er ágætt sönglagaskáld. Mörg laganna hér eru fín og það sama má segja um textana sem eru ýmist á ensku eða íslensku. Tékkneska söngkonan Markéta Irglová syngur nokkur laganna með Svavari. Þetta er mjög ljúf tónlist. Lögin eru flest mjög hæg, kassagítar, ukulele og charango eru áberandi í útsetningunum og bæði Svavar sjálfur og Markéta hafa mjög blíðan söngstíl. Þetta er mjög vel unnin og heilsteypt plata. Hún færir heiminum engar sérstakar nýjungar í lagasmíðum eða efnistökum, en þetta er ágæt sönglagaplata í ljúfu deildinni. Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Dimma Ölduslóð er þriðja sólóplata Svavars Knúts. Sú fyrsta, Kvöldvaka, kom út árið 2009 og hafði að geyma frumsamin lög og texta, en ári síðar kom Amma sem hann tileinkaði ömmum sínum. Á henni var safn íslenskra sönglaga. Á nýju plötunni, Ölduslóð, er þráðurinn tekinn upp frá fyrstu plötunni með nýjum lögum og textum. Svavar Knútur er ágætt sönglagaskáld. Mörg laganna hér eru fín og það sama má segja um textana sem eru ýmist á ensku eða íslensku. Tékkneska söngkonan Markéta Irglová syngur nokkur laganna með Svavari. Þetta er mjög ljúf tónlist. Lögin eru flest mjög hæg, kassagítar, ukulele og charango eru áberandi í útsetningunum og bæði Svavar sjálfur og Markéta hafa mjög blíðan söngstíl. Þetta er mjög vel unnin og heilsteypt plata. Hún færir heiminum engar sérstakar nýjungar í lagasmíðum eða efnistökum, en þetta er ágæt sönglagaplata í ljúfu deildinni.
Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira