Ljúf stund með Svavari Knúti Trausti Júlíusson skrifar 12. október 2012 10:08 „Mörg laganna hér eru fín og það sama má segja um textana sem eru ýmist á ensku eða íslensku,“ segir í gagnrýni um þriðju sóló plötu Svavars Knúts. Dimma Ölduslóð er þriðja sólóplata Svavars Knúts. Sú fyrsta, Kvöldvaka, kom út árið 2009 og hafði að geyma frumsamin lög og texta, en ári síðar kom Amma sem hann tileinkaði ömmum sínum. Á henni var safn íslenskra sönglaga. Á nýju plötunni, Ölduslóð, er þráðurinn tekinn upp frá fyrstu plötunni með nýjum lögum og textum. Svavar Knútur er ágætt sönglagaskáld. Mörg laganna hér eru fín og það sama má segja um textana sem eru ýmist á ensku eða íslensku. Tékkneska söngkonan Markéta Irglová syngur nokkur laganna með Svavari. Þetta er mjög ljúf tónlist. Lögin eru flest mjög hæg, kassagítar, ukulele og charango eru áberandi í útsetningunum og bæði Svavar sjálfur og Markéta hafa mjög blíðan söngstíl. Þetta er mjög vel unnin og heilsteypt plata. Hún færir heiminum engar sérstakar nýjungar í lagasmíðum eða efnistökum, en þetta er ágæt sönglagaplata í ljúfu deildinni. Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Dimma Ölduslóð er þriðja sólóplata Svavars Knúts. Sú fyrsta, Kvöldvaka, kom út árið 2009 og hafði að geyma frumsamin lög og texta, en ári síðar kom Amma sem hann tileinkaði ömmum sínum. Á henni var safn íslenskra sönglaga. Á nýju plötunni, Ölduslóð, er þráðurinn tekinn upp frá fyrstu plötunni með nýjum lögum og textum. Svavar Knútur er ágætt sönglagaskáld. Mörg laganna hér eru fín og það sama má segja um textana sem eru ýmist á ensku eða íslensku. Tékkneska söngkonan Markéta Irglová syngur nokkur laganna með Svavari. Þetta er mjög ljúf tónlist. Lögin eru flest mjög hæg, kassagítar, ukulele og charango eru áberandi í útsetningunum og bæði Svavar sjálfur og Markéta hafa mjög blíðan söngstíl. Þetta er mjög vel unnin og heilsteypt plata. Hún færir heiminum engar sérstakar nýjungar í lagasmíðum eða efnistökum, en þetta er ágæt sönglagaplata í ljúfu deildinni.
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira