Trommarinn Dominic Howard og forsprakkinn Matt Bellamy gripu til sinna ráða og ákváðu að stilla Wolstenholme upp við vegg. Hann lét til leiðast og fór í meðferð árið 2009.
"Einhverra hluta vegna gat hann spilað á bassann þrátt fyrir að vera blindfullur. Hann drakk á sviðinu og þegar tónleikarnir voru búnir var hann út úr heiminum. Þetta gekk ekki upp þannig að við settum honum úrslitakosti," sagði Howard við The Observer.
Nærri rekinn úr Muse
