Helgarmatur meistaranna: Djúsí heilsusalat 5. október 2012 11:50 Salóme Guðmundsdóttir forstöðumaður hjá Opna háskólanum í HR og jógakennari. Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að það er mánuður meistaranna og af því tilefni leitaði Lífið til Salóme Guðmundsdóttur, sem hefur tileinkað sér almennt mjög hollan og heilbrigðan lífsstíl, og bað hana að deila einni uppáhaldsuppskriftinni sinni með okkur fyrir helgina.Djúsí heilsusalat (f. 2-3) „Þetta salat er algjört æði, litríkt, gómsætt og rosalega einfalt. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég fékk þessa uppskrift upprunalega hjá Rakel Sif Sigurðardóttur sem heldur úti síðunni Næring og heilsa á Facebook og síðan aðeins prófað mig áfram."1 poki klettasalat (u.þ.b. 75 gr)1/3 agúrka skorin í bitanokkur fersk jarðarber skorin í bita2-3 harðsoðin egg í sneiðum2x handfylli af kasjúhnetum og grófum kókosflögum (léttristað á pönnu með smá kókosolíu og maldon salti)6–8 döðlur skornar í sneiðar1 avókadó (meðalstórt)smá geitaostur skorinn í sneiðar (má sleppa) eða fetaostur eftir smekkbalsamic krem yfir Öllu blandað saman og smá balsamic dreift yfir. Þetta salat er gott að bera fram með nýbökuðu brauði og ísköldu vatnsglasi, en svo væri líka hægt að grilla kjúkling og rífa niður í salatið til að gera það matarmeira. Ótrúlega léttur og góður og einstaklega fljótlegt að græja. Desert fyrir meistara (f. 4) Þessi er sykurlaus og alveg lygilega góður! Ég fékk uppskriftina hjá Lovísu vinkonu minni, en hann er svakalega sniðugur ef þú vilt bjóða upp á hollan desert með lítilli fyrirhöfn. Grunnur:2 stórir bananar2 avocado (meðalstór)2-3 dl frosin blönduð ber (bæta í eftir smekk) Múslí eftir smekk. Ég mæli með hunangsristuðu múslí eða lífrænu múslí með súkkulaði og kókos.¼ l vanillurjómi þeyttur.Fersk ber til skreytinga Hrært vel saman í kröftugum blandara eða matvinnsluvél. Þennan grunn má líka frysta og geyma eða borða eins og ís en það er mjög smart að bera hann fram í glærum viskí glösum eftir að búið er að kæla hann í ísskáp í ca 30 – 60 mín. Blandan er sett í rúmlega hálft glasið og 2-3 msk af múslí stráð yfir. Þar á ofan er settur þeyttur vanillurjómi og toppað með ferskum bláberjum eða jarðarberjum eftir smekk. Eftirréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að það er mánuður meistaranna og af því tilefni leitaði Lífið til Salóme Guðmundsdóttur, sem hefur tileinkað sér almennt mjög hollan og heilbrigðan lífsstíl, og bað hana að deila einni uppáhaldsuppskriftinni sinni með okkur fyrir helgina.Djúsí heilsusalat (f. 2-3) „Þetta salat er algjört æði, litríkt, gómsætt og rosalega einfalt. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég fékk þessa uppskrift upprunalega hjá Rakel Sif Sigurðardóttur sem heldur úti síðunni Næring og heilsa á Facebook og síðan aðeins prófað mig áfram."1 poki klettasalat (u.þ.b. 75 gr)1/3 agúrka skorin í bitanokkur fersk jarðarber skorin í bita2-3 harðsoðin egg í sneiðum2x handfylli af kasjúhnetum og grófum kókosflögum (léttristað á pönnu með smá kókosolíu og maldon salti)6–8 döðlur skornar í sneiðar1 avókadó (meðalstórt)smá geitaostur skorinn í sneiðar (má sleppa) eða fetaostur eftir smekkbalsamic krem yfir Öllu blandað saman og smá balsamic dreift yfir. Þetta salat er gott að bera fram með nýbökuðu brauði og ísköldu vatnsglasi, en svo væri líka hægt að grilla kjúkling og rífa niður í salatið til að gera það matarmeira. Ótrúlega léttur og góður og einstaklega fljótlegt að græja. Desert fyrir meistara (f. 4) Þessi er sykurlaus og alveg lygilega góður! Ég fékk uppskriftina hjá Lovísu vinkonu minni, en hann er svakalega sniðugur ef þú vilt bjóða upp á hollan desert með lítilli fyrirhöfn. Grunnur:2 stórir bananar2 avocado (meðalstór)2-3 dl frosin blönduð ber (bæta í eftir smekk) Múslí eftir smekk. Ég mæli með hunangsristuðu múslí eða lífrænu múslí með súkkulaði og kókos.¼ l vanillurjómi þeyttur.Fersk ber til skreytinga Hrært vel saman í kröftugum blandara eða matvinnsluvél. Þennan grunn má líka frysta og geyma eða borða eins og ís en það er mjög smart að bera hann fram í glærum viskí glösum eftir að búið er að kæla hann í ísskáp í ca 30 – 60 mín. Blandan er sett í rúmlega hálft glasið og 2-3 msk af múslí stráð yfir. Þar á ofan er settur þeyttur vanillurjómi og toppað með ferskum bláberjum eða jarðarberjum eftir smekk.
Eftirréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira