Markaðsstjóri Google: Sóknarfæri í auglýsingum á stafrænu formi Magnús Halldórsson skrifar 8. október 2012 17:12 Gustav segir Markaðssetning hér á landi ætti að vera í miklu meira mæli á stafrænu formi heldur nú er, segir Gustav Radell, markaðsstjóri Google í Svíþjóð. Um átta prósent af auglýsingafé íslenskra fyrirtækja er eytt í auglýsingar á stafrænu formi. Gustav er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál og viðskipti, sem sýndur er hér á Vísi. Gustav flutti erindi á opnum fundi um Krossmiðlun í Hörpu síðastliðinn föstudag, þar sem hann fjallaði um þróun mála á auglýsingamarkaðnum og hvers vegna auglýsingar myndu í meira mæli færast yfir á vefinn, snjallsíma og spjaldtölvur, úr öðrum miðlum, s.s. dagblöðum og sjónvarpi. Hann segir íslensk fyrirtæki hafa mikil tækifæri á þessu sviði. „Netnotkun og aðgengi að netinu á Íslandi er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Samt sem áður fer aðeins átta prósent af markaðsfé íslenskra fyrirtækja í stafrænar auglýsingar á vefnum. Ég hefði haldið að þetta ætti að vera mun hærra," segir Gustav. Aðspurður um hvað hann myndi gera, ef hann væri markaðsstjóri hjá meðalstóru fyrirtæki, sagði hann mikil tækifæri liggja í auglýsingum sem miðaðar væru fyrir snjallsímanotendur. „Á þessu ári hefur verið gríðarlegur vöxtur í netnotkun í snjallsímum, og sem dæmi þá eru fleiri sem fara á netið í símum heldur en venjulegum tölvum í Japan. Þetta er þróun sem mun halda áfram, og ég myndi telja að auglýsingar sem miðaðar eru fyrir þennan vettvang, henti mörgum litlum og meðalstórum auglýsendum," segir Gustav. Sjá má Klinkið, þar sem Gustav er viðtali, hér. Athugið að íslenskan texta vantar, en hann mun koma á næstu dögum. Klinkið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Markaðssetning hér á landi ætti að vera í miklu meira mæli á stafrænu formi heldur nú er, segir Gustav Radell, markaðsstjóri Google í Svíþjóð. Um átta prósent af auglýsingafé íslenskra fyrirtækja er eytt í auglýsingar á stafrænu formi. Gustav er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál og viðskipti, sem sýndur er hér á Vísi. Gustav flutti erindi á opnum fundi um Krossmiðlun í Hörpu síðastliðinn föstudag, þar sem hann fjallaði um þróun mála á auglýsingamarkaðnum og hvers vegna auglýsingar myndu í meira mæli færast yfir á vefinn, snjallsíma og spjaldtölvur, úr öðrum miðlum, s.s. dagblöðum og sjónvarpi. Hann segir íslensk fyrirtæki hafa mikil tækifæri á þessu sviði. „Netnotkun og aðgengi að netinu á Íslandi er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Samt sem áður fer aðeins átta prósent af markaðsfé íslenskra fyrirtækja í stafrænar auglýsingar á vefnum. Ég hefði haldið að þetta ætti að vera mun hærra," segir Gustav. Aðspurður um hvað hann myndi gera, ef hann væri markaðsstjóri hjá meðalstóru fyrirtæki, sagði hann mikil tækifæri liggja í auglýsingum sem miðaðar væru fyrir snjallsímanotendur. „Á þessu ári hefur verið gríðarlegur vöxtur í netnotkun í snjallsímum, og sem dæmi þá eru fleiri sem fara á netið í símum heldur en venjulegum tölvum í Japan. Þetta er þróun sem mun halda áfram, og ég myndi telja að auglýsingar sem miðaðar eru fyrir þennan vettvang, henti mörgum litlum og meðalstórum auglýsendum," segir Gustav. Sjá má Klinkið, þar sem Gustav er viðtali, hér. Athugið að íslenskan texta vantar, en hann mun koma á næstu dögum.
Klinkið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira