Brasilíski framherjinn Alexandre Pato gæti loksins verið á leiðinni á völlinn á ný en hann hefur verið að glíma við þráðlátt meiðsli.
Leikmaðurinn hefur verið mikið meiddur undanfarinn tvö ár og lítið spilað fyrir AC Milan á þeim tíma.
Þessi 23 ára framherji hefur gríðarlega hæfileika og býr yfir miklu hraða en leikmaðurinn hefur aldrei náð sér almennilega á strik vegna meiðsla.
Pato sagði við ítalska fjölmiðla á dögunum að hann væri við það að jafna sig og myndi bráðlega snúa til baka á völlinn.
„Ég hef æft skynsamlega að undanförnu og farið vel með mig. Ég er í raun klár og mun fljótlega snúa til baka," sagði Pato sem mun samt sem áður missa af stórleiknum gegn Inter Milan um næstu helgi.
