Segir óráð að afnema gjaldeyrishöftin hratt Magnús Halldórsson skrifar 23. september 2012 20:05 Íslenska hagkerfið myndi ekki lifa það af ef gjaldeyrishöftum yrði aflétt hratt, í stað þess að gera það hægar með það að markmiði að aflétta höftunum innan þriggja ára. Þetta segir breski bankamaðurinn Robert Parker. Hann segir að hraða þurfi slitum á gömlu bönkunum, þar sem það myndi auka traust á hagkerfinu. Robert Parker er aðalráðgjafi svissneska risabankans Credit Suisse, en hann er gestur í nýjasta þætti Klinksins, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál. Parker segir að Ísland geti ekki annað en afnumið gjaldeyrishöftin hægt og bítandi, annað sé óráð. Óraunhæft sé annað en að ætla sér næstu þrjú ár til þess. „Ég tel að skynsamlegast væri að afnema gjaldeyrishöftin hægt og rólega á löngu tímabili, til dæmis tveim til þrem árum. Ég held að það yrðu alvarleg efnahagsleg og markaðsleg mistök ef þið beittuð skyndilega leifturaðferðinni. Hvað felst í leifturaðferðinni? Það væri ef þið tillkynntuð á morgun að engin höft væru til staðar," sagði Parker. Þá segir Parker að mikilvægt sé að ljúka sem allra fyrst vinnu við slit á þrotabúum gömlu bankanna, með nauðasamningum, eða endurskipulagningu á eignum sem þar eru og sölu þeirra. „Það hefur verið unnið vel en ég vona að innan árs, eða í mesta lagi tveggja ára, verði gengið frá sölu og afskriftum með nauðasamningum við lánadrottna í tengslum við slitameðferð þrotabúa gömlu bankanna," sagði Parker. Klinkið Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Sjá meira
Íslenska hagkerfið myndi ekki lifa það af ef gjaldeyrishöftum yrði aflétt hratt, í stað þess að gera það hægar með það að markmiði að aflétta höftunum innan þriggja ára. Þetta segir breski bankamaðurinn Robert Parker. Hann segir að hraða þurfi slitum á gömlu bönkunum, þar sem það myndi auka traust á hagkerfinu. Robert Parker er aðalráðgjafi svissneska risabankans Credit Suisse, en hann er gestur í nýjasta þætti Klinksins, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál. Parker segir að Ísland geti ekki annað en afnumið gjaldeyrishöftin hægt og bítandi, annað sé óráð. Óraunhæft sé annað en að ætla sér næstu þrjú ár til þess. „Ég tel að skynsamlegast væri að afnema gjaldeyrishöftin hægt og rólega á löngu tímabili, til dæmis tveim til þrem árum. Ég held að það yrðu alvarleg efnahagsleg og markaðsleg mistök ef þið beittuð skyndilega leifturaðferðinni. Hvað felst í leifturaðferðinni? Það væri ef þið tillkynntuð á morgun að engin höft væru til staðar," sagði Parker. Þá segir Parker að mikilvægt sé að ljúka sem allra fyrst vinnu við slit á þrotabúum gömlu bankanna, með nauðasamningum, eða endurskipulagningu á eignum sem þar eru og sölu þeirra. „Það hefur verið unnið vel en ég vona að innan árs, eða í mesta lagi tveggja ára, verði gengið frá sölu og afskriftum með nauðasamningum við lánadrottna í tengslum við slitameðferð þrotabúa gömlu bankanna," sagði Parker.
Klinkið Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Sjá meira