Segir óráð að afnema gjaldeyrishöftin hratt Magnús Halldórsson skrifar 23. september 2012 20:05 Íslenska hagkerfið myndi ekki lifa það af ef gjaldeyrishöftum yrði aflétt hratt, í stað þess að gera það hægar með það að markmiði að aflétta höftunum innan þriggja ára. Þetta segir breski bankamaðurinn Robert Parker. Hann segir að hraða þurfi slitum á gömlu bönkunum, þar sem það myndi auka traust á hagkerfinu. Robert Parker er aðalráðgjafi svissneska risabankans Credit Suisse, en hann er gestur í nýjasta þætti Klinksins, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál. Parker segir að Ísland geti ekki annað en afnumið gjaldeyrishöftin hægt og bítandi, annað sé óráð. Óraunhæft sé annað en að ætla sér næstu þrjú ár til þess. „Ég tel að skynsamlegast væri að afnema gjaldeyrishöftin hægt og rólega á löngu tímabili, til dæmis tveim til þrem árum. Ég held að það yrðu alvarleg efnahagsleg og markaðsleg mistök ef þið beittuð skyndilega leifturaðferðinni. Hvað felst í leifturaðferðinni? Það væri ef þið tillkynntuð á morgun að engin höft væru til staðar," sagði Parker. Þá segir Parker að mikilvægt sé að ljúka sem allra fyrst vinnu við slit á þrotabúum gömlu bankanna, með nauðasamningum, eða endurskipulagningu á eignum sem þar eru og sölu þeirra. „Það hefur verið unnið vel en ég vona að innan árs, eða í mesta lagi tveggja ára, verði gengið frá sölu og afskriftum með nauðasamningum við lánadrottna í tengslum við slitameðferð þrotabúa gömlu bankanna," sagði Parker. Klinkið Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Íslenska hagkerfið myndi ekki lifa það af ef gjaldeyrishöftum yrði aflétt hratt, í stað þess að gera það hægar með það að markmiði að aflétta höftunum innan þriggja ára. Þetta segir breski bankamaðurinn Robert Parker. Hann segir að hraða þurfi slitum á gömlu bönkunum, þar sem það myndi auka traust á hagkerfinu. Robert Parker er aðalráðgjafi svissneska risabankans Credit Suisse, en hann er gestur í nýjasta þætti Klinksins, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál. Parker segir að Ísland geti ekki annað en afnumið gjaldeyrishöftin hægt og bítandi, annað sé óráð. Óraunhæft sé annað en að ætla sér næstu þrjú ár til þess. „Ég tel að skynsamlegast væri að afnema gjaldeyrishöftin hægt og rólega á löngu tímabili, til dæmis tveim til þrem árum. Ég held að það yrðu alvarleg efnahagsleg og markaðsleg mistök ef þið beittuð skyndilega leifturaðferðinni. Hvað felst í leifturaðferðinni? Það væri ef þið tillkynntuð á morgun að engin höft væru til staðar," sagði Parker. Þá segir Parker að mikilvægt sé að ljúka sem allra fyrst vinnu við slit á þrotabúum gömlu bankanna, með nauðasamningum, eða endurskipulagningu á eignum sem þar eru og sölu þeirra. „Það hefur verið unnið vel en ég vona að innan árs, eða í mesta lagi tveggja ára, verði gengið frá sölu og afskriftum með nauðasamningum við lánadrottna í tengslum við slitameðferð þrotabúa gömlu bankanna," sagði Parker.
Klinkið Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun