Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að Zinedine Zidane hafi lætið af störfum sem yfirmaður íþróttamála hjá Real Madrid til að sækja sér þjálfararéttindi í Frakklandi.
„Zidane hætti störfum hjá félaginu fyrir tveimur mánuðum síðan," sagði Mourinho við spænska fjölmiðla.
„Hann sagði okkur að hann væri að leita sér að því sem myndi gera hann ánægðastan í starfi og að hann vildi gerast þjálfari," bætti hann við.
Mourinho segir að honum hafi ekki sinnast við Zidane. „Hann er á leið til Frakklands til að ná sér í þjálfararéttindi."
Zidane verður þó áfram tengdur félaginu en hann mun koma að unglingastarfi félagsins að einhverju leyti til að leiðbeina ungum leikmönnum.
