Konur löngu tilbúnar til að stíga fram í atvinnulífinu BBI skrifar 10. september 2012 14:12 Íslenskar konur eru tilbúnar til að stíga með auknum krafti inn í atvinnulífið og stjórnmálin. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtalsþættinum Klinkinu á Vísi. „Jájá, fyrir löngu síðan," bætti hún við en sagði að konur hafi gjarna mætt glerþaki og mæti enn. Í Klinkinu, sem er viðtalsþáttur um efnahags- og þjóðfélagsmál, ræddi Þorgerður Katrín m.a. um fyrirhugaðar lagabreytingar sem fela í sér að á næsta ári eiga 40% stjórnarmanna að vera konur í öllum félögum, stærri fyrirtækjum, lífeyrissjóðum o.s.frv. Þorgerður segir að þessi lagabreyting sé nauðsynlegt skref. Hennar skoðun var áður sú að ekki bæri að fara valdboðsleiðina, þ.e. ekki ætti að neyða fyrirtæki til að hafa konur í stjórnum sínum. „Mér fannst ég sjá ákveðnar vísbendingar um að atvinnulífið vildi gera þetta sjálft," segir hún. „En síðan blasir veruleikinn við." Veruleikinn bendir til þess að fyrirtækin muni ekki sjá til þess sjálf að konum fjölgi í stjórnum. Þess vegna telur hún „því miður" nauðsynlegt að fara þá leið að setja lög um málefnið. Hún bendir á að konur geti ýtt undir fjölbreytileika og víðari sjónarhól í stjórnum fyrirtækja. Því telur hún að konur verði að láta sig stjórnmál og stjórnir fyrirtækja varða. Hún vonast til þess að fyrirtækin verði búin að breyta þessu flest áður en lagasetningin tekur gildi. Á hlekknum hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni. Á mínútu 11:30 hefjast umræðurnar um þessi málefni kvenna. Klinkið Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Íslenskar konur eru tilbúnar til að stíga með auknum krafti inn í atvinnulífið og stjórnmálin. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtalsþættinum Klinkinu á Vísi. „Jájá, fyrir löngu síðan," bætti hún við en sagði að konur hafi gjarna mætt glerþaki og mæti enn. Í Klinkinu, sem er viðtalsþáttur um efnahags- og þjóðfélagsmál, ræddi Þorgerður Katrín m.a. um fyrirhugaðar lagabreytingar sem fela í sér að á næsta ári eiga 40% stjórnarmanna að vera konur í öllum félögum, stærri fyrirtækjum, lífeyrissjóðum o.s.frv. Þorgerður segir að þessi lagabreyting sé nauðsynlegt skref. Hennar skoðun var áður sú að ekki bæri að fara valdboðsleiðina, þ.e. ekki ætti að neyða fyrirtæki til að hafa konur í stjórnum sínum. „Mér fannst ég sjá ákveðnar vísbendingar um að atvinnulífið vildi gera þetta sjálft," segir hún. „En síðan blasir veruleikinn við." Veruleikinn bendir til þess að fyrirtækin muni ekki sjá til þess sjálf að konum fjölgi í stjórnum. Þess vegna telur hún „því miður" nauðsynlegt að fara þá leið að setja lög um málefnið. Hún bendir á að konur geti ýtt undir fjölbreytileika og víðari sjónarhól í stjórnum fyrirtækja. Því telur hún að konur verði að láta sig stjórnmál og stjórnir fyrirtækja varða. Hún vonast til þess að fyrirtækin verði búin að breyta þessu flest áður en lagasetningin tekur gildi. Á hlekknum hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni. Á mínútu 11:30 hefjast umræðurnar um þessi málefni kvenna.
Klinkið Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira