Konur löngu tilbúnar til að stíga fram í atvinnulífinu BBI skrifar 10. september 2012 14:12 Íslenskar konur eru tilbúnar til að stíga með auknum krafti inn í atvinnulífið og stjórnmálin. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtalsþættinum Klinkinu á Vísi. „Jájá, fyrir löngu síðan," bætti hún við en sagði að konur hafi gjarna mætt glerþaki og mæti enn. Í Klinkinu, sem er viðtalsþáttur um efnahags- og þjóðfélagsmál, ræddi Þorgerður Katrín m.a. um fyrirhugaðar lagabreytingar sem fela í sér að á næsta ári eiga 40% stjórnarmanna að vera konur í öllum félögum, stærri fyrirtækjum, lífeyrissjóðum o.s.frv. Þorgerður segir að þessi lagabreyting sé nauðsynlegt skref. Hennar skoðun var áður sú að ekki bæri að fara valdboðsleiðina, þ.e. ekki ætti að neyða fyrirtæki til að hafa konur í stjórnum sínum. „Mér fannst ég sjá ákveðnar vísbendingar um að atvinnulífið vildi gera þetta sjálft," segir hún. „En síðan blasir veruleikinn við." Veruleikinn bendir til þess að fyrirtækin muni ekki sjá til þess sjálf að konum fjölgi í stjórnum. Þess vegna telur hún „því miður" nauðsynlegt að fara þá leið að setja lög um málefnið. Hún bendir á að konur geti ýtt undir fjölbreytileika og víðari sjónarhól í stjórnum fyrirtækja. Því telur hún að konur verði að láta sig stjórnmál og stjórnir fyrirtækja varða. Hún vonast til þess að fyrirtækin verði búin að breyta þessu flest áður en lagasetningin tekur gildi. Á hlekknum hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni. Á mínútu 11:30 hefjast umræðurnar um þessi málefni kvenna. Klinkið Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Sjá meira
Íslenskar konur eru tilbúnar til að stíga með auknum krafti inn í atvinnulífið og stjórnmálin. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtalsþættinum Klinkinu á Vísi. „Jájá, fyrir löngu síðan," bætti hún við en sagði að konur hafi gjarna mætt glerþaki og mæti enn. Í Klinkinu, sem er viðtalsþáttur um efnahags- og þjóðfélagsmál, ræddi Þorgerður Katrín m.a. um fyrirhugaðar lagabreytingar sem fela í sér að á næsta ári eiga 40% stjórnarmanna að vera konur í öllum félögum, stærri fyrirtækjum, lífeyrissjóðum o.s.frv. Þorgerður segir að þessi lagabreyting sé nauðsynlegt skref. Hennar skoðun var áður sú að ekki bæri að fara valdboðsleiðina, þ.e. ekki ætti að neyða fyrirtæki til að hafa konur í stjórnum sínum. „Mér fannst ég sjá ákveðnar vísbendingar um að atvinnulífið vildi gera þetta sjálft," segir hún. „En síðan blasir veruleikinn við." Veruleikinn bendir til þess að fyrirtækin muni ekki sjá til þess sjálf að konum fjölgi í stjórnum. Þess vegna telur hún „því miður" nauðsynlegt að fara þá leið að setja lög um málefnið. Hún bendir á að konur geti ýtt undir fjölbreytileika og víðari sjónarhól í stjórnum fyrirtækja. Því telur hún að konur verði að láta sig stjórnmál og stjórnir fyrirtækja varða. Hún vonast til þess að fyrirtækin verði búin að breyta þessu flest áður en lagasetningin tekur gildi. Á hlekknum hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni. Á mínútu 11:30 hefjast umræðurnar um þessi málefni kvenna.
Klinkið Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Sjá meira