Einn harðasti bassaleikari landsins er laus og liðugur og leitar að réttu hljómsveitinni til að hamra á bassann með.
Bassaleikarinn er nýjasta viðbót Steinda Jr. í litríkt persónugallerí sitt og er í aðalhlutverki í glænýju atriði sem fór í loftið á Vísi í dag.
Bassafanturinn var sýndur í stórgóðum þriðja þætti Steindans okkar 3 sem fór í loftið fyrir viku síðan. Mörg óborganleg atriði hafa litið dagsins ljós í þáttum síðustu vikna og sum þeirra bestu farið í loftið hér á Vísi. Má þar nefna Gamall kall, Dansa það af mér, Ekki gefast upp, Út úr skápnum og fleiri.
Fjórði þáttur Steindans okkar 3 er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.55 í kvöld.