Game of Thrones-leikari leikstýrir í Þjóðleikhúsinu 14. september 2012 18:00 Ian McElhinney í Þjóðleikhúsinu þar sem hann leikstýrir ‘‘Með fulla vasa af grjóti„ "Þeir eru yndislegir náungar og það er mjög gott að vinna með þeim," segir norður-írski Game of Thrones-leikarinn Ian McElhinney, sem leikstýrir Stefáni Karli Stefánssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni í leikritinu Með fulla vasa af grjóti. Leikritið er að fara aftur á svið eftir langt hlé og sem fyrr leika Stefán Karl og Hilmir Snær öll fjórtán hlutverkin og aftur er McElhinney leikstjóri. Með fulla vasa af grjóti var frumsýnt á Íslandi í árslok 2000 og fékk frábærar viðtökur. Sýningarnar urðu alls 180 og yfir fjörutíu þúsund manns sáu verkið. "Núna tólf árum síðar erum við mættir aftur. Strákarnir eru eldri en einnig betri og reyndari leikarar. Þeir eru líka á réttari aldri fyrir hlutverkin. Þeir eru báðir mjög hæfileikaríkir og búa yfir miklum aga sem er nauðsynlegt fyrir svona tveggja manna sýningu á stóru sviði," segir McElhinney. Það var eiginkonan hans, Marie Jones, sem samdi Með fulla vasa af grjóti árið 1996. Fyrst var leikritið sýnt á Írlandi og fékk ágætar viðtökur en þegar McElhinney tók við leikstjórninni þremur árum síðar, eða árið 1999, breyttu þau áherslum og leikritið sló í gegn á Írlandi. Það var í framhaldinu sýnt á West End í London, á Broadway og víða um heim. Sjálfur hafði McElhinney ekki leikstýrt því í mörg ár, eða fyrr en núna þegar hann sneri aftur í Þjóðleikhúsið. Auk þess að leika í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones hefur McElhinney leikið í tveimur sjónvarpsþáttaröðum að undanförnu, eða The Fall með Gillian Anderson úr X-Files í aðalhlutverkinu, og í Titanic: Blood and Steel sem fjallar um smíði Titanic-skipsins. freyr@frettabladid.is Game of Thrones Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Þeir eru yndislegir náungar og það er mjög gott að vinna með þeim," segir norður-írski Game of Thrones-leikarinn Ian McElhinney, sem leikstýrir Stefáni Karli Stefánssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni í leikritinu Með fulla vasa af grjóti. Leikritið er að fara aftur á svið eftir langt hlé og sem fyrr leika Stefán Karl og Hilmir Snær öll fjórtán hlutverkin og aftur er McElhinney leikstjóri. Með fulla vasa af grjóti var frumsýnt á Íslandi í árslok 2000 og fékk frábærar viðtökur. Sýningarnar urðu alls 180 og yfir fjörutíu þúsund manns sáu verkið. "Núna tólf árum síðar erum við mættir aftur. Strákarnir eru eldri en einnig betri og reyndari leikarar. Þeir eru líka á réttari aldri fyrir hlutverkin. Þeir eru báðir mjög hæfileikaríkir og búa yfir miklum aga sem er nauðsynlegt fyrir svona tveggja manna sýningu á stóru sviði," segir McElhinney. Það var eiginkonan hans, Marie Jones, sem samdi Með fulla vasa af grjóti árið 1996. Fyrst var leikritið sýnt á Írlandi og fékk ágætar viðtökur en þegar McElhinney tók við leikstjórninni þremur árum síðar, eða árið 1999, breyttu þau áherslum og leikritið sló í gegn á Írlandi. Það var í framhaldinu sýnt á West End í London, á Broadway og víða um heim. Sjálfur hafði McElhinney ekki leikstýrt því í mörg ár, eða fyrr en núna þegar hann sneri aftur í Þjóðleikhúsið. Auk þess að leika í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones hefur McElhinney leikið í tveimur sjónvarpsþáttaröðum að undanförnu, eða The Fall með Gillian Anderson úr X-Files í aðalhlutverkinu, og í Titanic: Blood and Steel sem fjallar um smíði Titanic-skipsins. freyr@frettabladid.is
Game of Thrones Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira