Fyrsti þáttur Stöðvar 2 af þættinum Beint frá býli fór mjög vel í landann, enda fór tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson á kostum. Næsti þáttur er ólíkur hinum fyrri að því leyti að það er Jón Jónsson sem kemur fram. Líkt og Björgvin er Jón Jónsson eldhress og fer á kostum, en tónlist þeirra er þó gerólík eins og þeir sem munu horfa á morgun taka eftir. Ábúendur að Meðalfelli í Kjós lifðu sig mjög vel inn í tónleika Jóns og voru hæstánægðir með heimsóknina og börnin á bænum sungu hástöfum með.
