Ætlar að safna hálfri milljón á vefsíðu 6. september 2012 17:30 Upptökur á nýrri plötu hljómsveitarinnar Nóru hófust í febrúar og er nánast lokið. mynd/ingólfur júliusson Hljómsveitin Nóra ætlar að safna um hálfri milljón króna í gegnum vefsíðuna Pledgemusic.com. Peningarnir verða notaðir í gerð annarrar plötu sveitarinnar sem kemur út í haust. "Þetta er svipuð síða og Kickstarter.com nema þetta er bara fyrir tónlist. Það er fjöldinn allur af tónlistarmönnum sem notfærir sér þetta," segir Egill Viðarsson úr Nóru en hljómsveitin gefur plötuna út sjálf. Pledgemusic.com virkar þannig að hljómsveitir skrá sig á síðuna og velja ákveðin tímamörk - 30, 60 eða 90 daga - til að ljúka við söfnunina. Fram að þeim tíma selja þær ýmsar vörur úr sínum herbúðum og geta til dæmis selt plötuna sína fyrir fram. Peningarnir sem safnast fara svo upp í kostnaðinn á plötunni. Upptökurnar hófust í febrúar og er þeim nánast lokið. Fram undan er hljómjöfnun og framleiðsla plötunnar og er Nóra að hefja söfnun fyrir því. Egill hvetur aðrar íslenskar sveitir til að prófa Pledgemusic.com. "Okkur finnst þetta mjög sniðugt og þess vegna fannst okkur um að gera að vekja smá athygli á þessu." Þeir sem vilja leggja Nóru lið geta kíkt á slóðina pledgemusic.com/project/nora. - fb Tónlist Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveitin Nóra ætlar að safna um hálfri milljón króna í gegnum vefsíðuna Pledgemusic.com. Peningarnir verða notaðir í gerð annarrar plötu sveitarinnar sem kemur út í haust. "Þetta er svipuð síða og Kickstarter.com nema þetta er bara fyrir tónlist. Það er fjöldinn allur af tónlistarmönnum sem notfærir sér þetta," segir Egill Viðarsson úr Nóru en hljómsveitin gefur plötuna út sjálf. Pledgemusic.com virkar þannig að hljómsveitir skrá sig á síðuna og velja ákveðin tímamörk - 30, 60 eða 90 daga - til að ljúka við söfnunina. Fram að þeim tíma selja þær ýmsar vörur úr sínum herbúðum og geta til dæmis selt plötuna sína fyrir fram. Peningarnir sem safnast fara svo upp í kostnaðinn á plötunni. Upptökurnar hófust í febrúar og er þeim nánast lokið. Fram undan er hljómjöfnun og framleiðsla plötunnar og er Nóra að hefja söfnun fyrir því. Egill hvetur aðrar íslenskar sveitir til að prófa Pledgemusic.com. "Okkur finnst þetta mjög sniðugt og þess vegna fannst okkur um að gera að vekja smá athygli á þessu." Þeir sem vilja leggja Nóru lið geta kíkt á slóðina pledgemusic.com/project/nora. - fb
Tónlist Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira