Lionel Messi skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Real Madrid í gærkvöldi en það dugði þó ekki Barcelona-liðinu til að vinna spænska ofurbikarinn.
Messi minnkaði muninn í 2-1 þrátt fyrir að Börsungar væri tíu á móti ellefu inn á vellinum. Real Madrid hélt velli í þeim seinni og vann titilinn á fleiri mörkum skoruðum á útivelli því leikurinn í Barcelona endaði 3-2 fyrir Barca.
Lionel Messi var þarna að skora sitt fimmtánda mark í El Clásico leikjum á móti Real Madrid og nú hefur aðeins Alfredo Di Stéfano skoraði fleiri mörk í viðureignum þessara erkifjenda.
Lionel Messi komst upp að hlið Raúl með þessu frábæra marki í gær en hann skoraði í báðum leikjunum um spænska ofurbikarinn.
Cristiano Ronaldo gerði það líka en Portúgalinn hefur skoraði í fimm El Clásico leikjum í röð og er kominn upp í 12. til 17. sæti á listanum með 8 mörk.
Flest mörk í El Clásico leikjum:
Alfredo Di Stéfano 18
Lionel Messi 15
Raúl 15
César Rodríguez 14
Francisco Gento 14
Ferenc Puskás 14
Santillana 12
Hugo Sánchez 10
Juanito 10
Estanislao Basora 9
Josep Samitier 9
Cristiano Ronaldo 8
Santiago Bernabéu 8
Jaime Lazcano 8
Iván Zamorano 8
Luis Suárez 8
Martínez 8
Lionel Messi búinn að ná Raul í El Clásico mörkum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn

Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“
Körfubolti
