Umboðsmaður Blur á leiðinni 21. ágúst 2012 23:00 Chris Morrison ásamt Damon Ablarn, söngvara Blur. nordicphotos/getty Chris Morrison, sem starfaði lengi sem umboðsmaður bresku hljómsveitanna Blur og Gorillaz, verður meðal fyrirlesara á fræðslukvöldi ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, í Norræna húsinu 10. september. Þar verður umboðsmennska umfjöllunarefnið. Heather Kolker, umboðsmaður Of Monsters and Men, verður einnig meðal fyrirlesara. Hún starfar jafnframt sem bókari fyrir hljómsveitir á borð við MGMT og Edward Sharpe & The Magnetic Zeros. "Hún ætlar að segja söguna af sér og hvernig þetta kom til með Of Monsters and Men," segir Tómas Young hjá ÚTÓN um Kolker. Hann er afar ánægður með þátttöku þeirra beggja. "Við vorum mjög ánægð með að allt gekk upp. Hún verður á landinu á þessum tíma og hann verður á leiðinni til New York þannig að við gripum hann á leiðinni." Morrison fór á síðustu Iceland Airwaves-hátíð og á Aldrei fór ég suður og þekkir því vel til íslenskrar tónlistar. Á fræðslukvöldinu verða einnig haldnar hringborðsumræður með Morrison, Kolker og þeim Grími Atlasyni, umboðsmanni Retro Stefson, og Maríu Rut Reynisdóttur, umboðsmanni Hjálma og Ásgeirs Trausta. - fb Tónlist Mest lesið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Chris Morrison, sem starfaði lengi sem umboðsmaður bresku hljómsveitanna Blur og Gorillaz, verður meðal fyrirlesara á fræðslukvöldi ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, í Norræna húsinu 10. september. Þar verður umboðsmennska umfjöllunarefnið. Heather Kolker, umboðsmaður Of Monsters and Men, verður einnig meðal fyrirlesara. Hún starfar jafnframt sem bókari fyrir hljómsveitir á borð við MGMT og Edward Sharpe & The Magnetic Zeros. "Hún ætlar að segja söguna af sér og hvernig þetta kom til með Of Monsters and Men," segir Tómas Young hjá ÚTÓN um Kolker. Hann er afar ánægður með þátttöku þeirra beggja. "Við vorum mjög ánægð með að allt gekk upp. Hún verður á landinu á þessum tíma og hann verður á leiðinni til New York þannig að við gripum hann á leiðinni." Morrison fór á síðustu Iceland Airwaves-hátíð og á Aldrei fór ég suður og þekkir því vel til íslenskrar tónlistar. Á fræðslukvöldinu verða einnig haldnar hringborðsumræður með Morrison, Kolker og þeim Grími Atlasyni, umboðsmanni Retro Stefson, og Maríu Rut Reynisdóttur, umboðsmanni Hjálma og Ásgeirs Trausta. - fb
Tónlist Mest lesið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira