Þór/KA steig enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-0 sigri á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þór/KA er þar með komið með 38 stig verður með minnst sex stiga forystu á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir.
Tahnai Annis skoraði eina markið á Akureyri á 53. mínútu en Afturelding er í næst neðsta sæti deildarinnar með 12 stig.
Fylkir náði sér í mikilvægt stig á útivelli gegn Val í kvöld þar sem liðin skildu jöfn 2-2. Fylkir komst upp fyrir Aftureldingu á betri markamun með stiginu en gríðarleg spenna er í fallbaráttunni fyrir þrjár síðustu umferðirnar. Valur er í fjórða sæti með 27 stig.
FH náði jafntefli á KR velli með marki á 93. mínútu en svo virtist sem tvö mörk Önnu Garðarsdóttur myndu duga liðinu til að sækja þrjú mikilvæg stig í fallbaráttunni. KR er með sjö stig, fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni og ljóst að ekkert nema fall blasir við liðinu. FH lyfti sér upp í 15 stig og er enn í fallhættu.
Þór/KA færist nær titlinum
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn



Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn
