Hópferðir um allan heim 23. ágúst 2012 12:55 ''Við skipuleggjum ferðir fyrir hópa um allan heim,'' segir Harpa Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri Surprize ferða. mynd/gva Surprize ferðir er fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagningu hópaferða um allan heim. Þjónustan sem fyrirtækið býður upp á spannar allt frá því að finna það hótel sem hentar hópnum best upp í alhliða skipulagningu hvataferða, ráðstefna og funda fyrir fyrirtæki, á Íslandi eða hvar sem er í heiminum. Fyrirtækið hefur starfað í sex ár og sinnt þjónustu fyrir mörg af stærri og meðalstórum fyrirtækjum Íslands. Harpa Einarsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins en hún er með yfir 20 ára reynslu af ferðaþjónustu. Hún hefur boðið upp á þessa þjónustu í tíu ár en var áður mörg ár við ýmis stjórnunarstörf á hótelum. Hún segir þjónustu fyrirtækisins fjölbreytta og sérsniðna að þörfum viðskiptavinarins. "Við skipuleggjum ferðir fyrir hópa um allan heim en þó mest fyrir fyrirtæki sem fara með starfsmenn í hópeflis- og hvataferðir, á fundi og ráðstefnur og einnig sýningar erlendis." Það eru margir kostir fólgnir í því fyrir fyrirtæki og hópa að leita til Surprize ferða. Surprize ferðir eru í samstarfi við alþjóðlega keðju hótelmiðlara - Helmsbriscoe. Þetta er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum með um 1200 samstarfsaðila í 50 löndum. Með þessu samstarfi hafa Surprize ferðir aðgang að upplýsingum um hótel og áfangastaði um allan heim. "Við deilum meðal annars upplýsingum um hótel sem við vinnum með á innraneti Helmsbriscoe. Þannig fáum við upplýsingar beint frá aðilum sem hafa notað þjónustu þessara hótela og getum betur ráðlagt viðskiptavinum okkar. Annað sem gerir það eftirsóknarvert að vinna með okkur er að Helmsbriscoe er með stærstu viðskiptavinum allra helstu hótelkeðja í heiminum í dag. Það hjálpar okkur við að ná fram mjög góðum samningum við hótelin um verð og annað það sem máli skiptir fyrir hópinn. Rúsínan í pylsuendanum er síðan sú að fyrir þessa þjónustu við hótelbókun greiðir viðskiptavinurinn ekki neitt. Við vinnum eingöngu á þóknun frá hótelunum." Á starfsferli sínum hefur Harpa unnið með fjölmarga hópa mjög víða eða nánast í öllum heimsálfum. Misjafnt er hversu mikla þjónustu viðskiptavinir vilja. Stundum er það eingöngu hin svokallaða hótelmiðlun, þ.e. að finna og bóka hótel fyrir hópinn. Síðan eru líka hópar og fyrirtæki sem vilja aðstoð við bókun á flugi, skipulagningu á viðburðum, hópefli, ráðstefnum og fleira. "Við höfum til dæmis verið að vinna mikið með sjávarútvegssýningu sem haldin er í Brussel á hverju ári. Þar höfum við skipulagt marga viðburði fyrir viðskiptavinina auk þess sem við höfum verið með mikið af herbergjum sem við bókum bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við sinnum þjónustu fyrir bæði smáa og stóra viðskiptavini og ef á þarf að halda höfum við líka aðgang að vinnukröftum þessa mikla fjölda sérfræðinga á vegum Helmsbriscoe ef um er að ræða mikil viðskipti eða stórar ráðstefnur. Fyrirtækið getur því stækkað eftir því sem þörf er á." Frekari upplýsingar má nálgast á www.surprizetravel.is og www.helmsbriscoe.com. Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Surprize ferðir er fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagningu hópaferða um allan heim. Þjónustan sem fyrirtækið býður upp á spannar allt frá því að finna það hótel sem hentar hópnum best upp í alhliða skipulagningu hvataferða, ráðstefna og funda fyrir fyrirtæki, á Íslandi eða hvar sem er í heiminum. Fyrirtækið hefur starfað í sex ár og sinnt þjónustu fyrir mörg af stærri og meðalstórum fyrirtækjum Íslands. Harpa Einarsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins en hún er með yfir 20 ára reynslu af ferðaþjónustu. Hún hefur boðið upp á þessa þjónustu í tíu ár en var áður mörg ár við ýmis stjórnunarstörf á hótelum. Hún segir þjónustu fyrirtækisins fjölbreytta og sérsniðna að þörfum viðskiptavinarins. "Við skipuleggjum ferðir fyrir hópa um allan heim en þó mest fyrir fyrirtæki sem fara með starfsmenn í hópeflis- og hvataferðir, á fundi og ráðstefnur og einnig sýningar erlendis." Það eru margir kostir fólgnir í því fyrir fyrirtæki og hópa að leita til Surprize ferða. Surprize ferðir eru í samstarfi við alþjóðlega keðju hótelmiðlara - Helmsbriscoe. Þetta er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum með um 1200 samstarfsaðila í 50 löndum. Með þessu samstarfi hafa Surprize ferðir aðgang að upplýsingum um hótel og áfangastaði um allan heim. "Við deilum meðal annars upplýsingum um hótel sem við vinnum með á innraneti Helmsbriscoe. Þannig fáum við upplýsingar beint frá aðilum sem hafa notað þjónustu þessara hótela og getum betur ráðlagt viðskiptavinum okkar. Annað sem gerir það eftirsóknarvert að vinna með okkur er að Helmsbriscoe er með stærstu viðskiptavinum allra helstu hótelkeðja í heiminum í dag. Það hjálpar okkur við að ná fram mjög góðum samningum við hótelin um verð og annað það sem máli skiptir fyrir hópinn. Rúsínan í pylsuendanum er síðan sú að fyrir þessa þjónustu við hótelbókun greiðir viðskiptavinurinn ekki neitt. Við vinnum eingöngu á þóknun frá hótelunum." Á starfsferli sínum hefur Harpa unnið með fjölmarga hópa mjög víða eða nánast í öllum heimsálfum. Misjafnt er hversu mikla þjónustu viðskiptavinir vilja. Stundum er það eingöngu hin svokallaða hótelmiðlun, þ.e. að finna og bóka hótel fyrir hópinn. Síðan eru líka hópar og fyrirtæki sem vilja aðstoð við bókun á flugi, skipulagningu á viðburðum, hópefli, ráðstefnum og fleira. "Við höfum til dæmis verið að vinna mikið með sjávarútvegssýningu sem haldin er í Brussel á hverju ári. Þar höfum við skipulagt marga viðburði fyrir viðskiptavinina auk þess sem við höfum verið með mikið af herbergjum sem við bókum bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við sinnum þjónustu fyrir bæði smáa og stóra viðskiptavini og ef á þarf að halda höfum við líka aðgang að vinnukröftum þessa mikla fjölda sérfræðinga á vegum Helmsbriscoe ef um er að ræða mikil viðskipti eða stórar ráðstefnur. Fyrirtækið getur því stækkað eftir því sem þörf er á." Frekari upplýsingar má nálgast á www.surprizetravel.is og www.helmsbriscoe.com.
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira