Sport

Ásdís í áttunda sæti í Lausanne - kastaði 59,12 metra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. Mynd/AFP
Ásdís Hjálmsdóttir endaði í áttunda sæti af níu keppendum á Demantamóti IAAF í Lausanne í Sviss í kvöld en Ásdís kastaði lengst 59,12 metra í öðru kasti sínu. Þetta var annað Demantamót Ásdísar á þessu ári en hún endaði í 5. sæti í New York fyrr í sumar.

Barbora Spotakova frá Tékklandi vann mótið en hún kastaði 67,19 metra eða tæpum tveimur metrum lengra en Rússinn Mariya Abakumova (65,80 metrar). Sunette Viljoen frá Suður-Afríku varð þriðja með kast upp á 64.08 metra.

Ásdís kastaði 55,21 metra í fyrsta kasti, svo koma lengsta kast hennar (59,12 m) en næstu tvö köst Ásdísar voru síðan upp á 55,42 metra og 57,88 metra. Lokakast hennar var síðan ógilt.

Ásdís var ein af tveimur sem náði ekki að kasta yfir 60 metra í kvöld en tékkneska stelpan Jarmila Klimesova kastaði styðst allra eða 57,54 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×