Barcelona vann 3-2 sigur á Real Madrid í fyrri leik liðanna um spænska ofurbikarinn í kvöld en spilað var á Nývangi í Barcaelona. Real Madrid komst yfir í leiknum en Barca-menn svöruðu með þremur mörkum. Öll fimm mörk leiksins komu í seinni hálfleiknum.
Cristiano Ronaldo kom Real Madrid í 1-0 á 55. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Mesut Ozil en Ronaldo var þarna að skora í sínum fjórða leik í röð á Nou Camp. Það tók hinsvegar Barcelona aðeins eina mínútu að jafna leikinn en markið skoraði Pedro á glæsilegan hátt eftir sendingu Javier Mascherano.
Barcelona tók síðan öll völd í leiknum og komust yfir í 2-1 á 70. mínútu með marki Lionel Messi úr vítaspyrnu sem var dæmd fyrir brot Sergio Ramos á Andres Iniesta.
Andres Iniesta var aftur á ferðinni átta mínútum síðar þegar hann lagði upp mark fyrir Xavi en markið var algjörlega ala Barca og kom eftir frábært samspil.
Barcelona virtist ætla að bæta við marki en Iker Casillas varði frábærlega frá Lionel Messi og Angel Di Maria tókst í framhaldinu að minnka muninn á 85. mínútu þegar hann stal boltanum af Victor Valdes, markverði Barcelona.
Barcelona vann Real Madrid í fimm marka leik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn



De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn

