Dýfir sér í kraumandi pott 24. ágúst 2012 16:00 Jakob Frímann Magnússon verður í hlutverki Jack Magnet í Hörpu á laugardagskvöld Tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon er aðalsprauta Jack Magnet-djasskvintettsins, sem spilar nýtt efni í bland við eldra í Hörpu á laugardagskvöld á Jazzhátíð Reykjavíkur. "Kvintettinn er kenndur við Jack Magnet en hann fleytir rjómann af því besta af sólóplötum mínum sem hafa komið út undir ýmsum nöfnum," segir Jakob Frímann. Með honum á tónleikunum spila þeir Einar Scheving, Jóel Pálsson, Guðmundur Pétursson og Róbert Þórhallsson. "Ég er að dýfa bæði fingrum og tám í kraumandi pott tónlistaráhrifa sem hafa mótað mig og með mér í pottinum eru risar. Ef við værum í frumskógi Afríku á tímum Davids Livingstone væru ýmsir girnilegir bitar í þessum potti og þá girnilegri en Jack Magnet." Jack Magnet-kvintettinn kom saman í Þjóðleikhúsinu á minningartónleikum um Kristján Eldjárn fyrr á árinu og leiddi til áframhaldandi samstarfs. "Okkur fannst, og mörgum öðrum, óskaplega skemmtilegt það sem þar gerðist. Það var kveikjan að því að það var hljóðritað nýtt efni og að þessum tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur," segir Jakob, sem er óviss hvenær ný plata lítur dagsins ljós. "Það er enginn fastur meðgöngutími á plötum eins og börnum. Ég vildi að maður gæti sett í og níu mánuðum síðar fæðist platan en þetta er ekki svo einfalt." - fb Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon er aðalsprauta Jack Magnet-djasskvintettsins, sem spilar nýtt efni í bland við eldra í Hörpu á laugardagskvöld á Jazzhátíð Reykjavíkur. "Kvintettinn er kenndur við Jack Magnet en hann fleytir rjómann af því besta af sólóplötum mínum sem hafa komið út undir ýmsum nöfnum," segir Jakob Frímann. Með honum á tónleikunum spila þeir Einar Scheving, Jóel Pálsson, Guðmundur Pétursson og Róbert Þórhallsson. "Ég er að dýfa bæði fingrum og tám í kraumandi pott tónlistaráhrifa sem hafa mótað mig og með mér í pottinum eru risar. Ef við værum í frumskógi Afríku á tímum Davids Livingstone væru ýmsir girnilegir bitar í þessum potti og þá girnilegri en Jack Magnet." Jack Magnet-kvintettinn kom saman í Þjóðleikhúsinu á minningartónleikum um Kristján Eldjárn fyrr á árinu og leiddi til áframhaldandi samstarfs. "Okkur fannst, og mörgum öðrum, óskaplega skemmtilegt það sem þar gerðist. Það var kveikjan að því að það var hljóðritað nýtt efni og að þessum tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur," segir Jakob, sem er óviss hvenær ný plata lítur dagsins ljós. "Það er enginn fastur meðgöngutími á plötum eins og börnum. Ég vildi að maður gæti sett í og níu mánuðum síðar fæðist platan en þetta er ekki svo einfalt." - fb
Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira