Lionel Messi kom Barcelona enn eina ferðina til bjargar í kvöld er Barcelona vann nauman 1-2 útisigur á Osasuna.
Heimamenn komust yfir á 17. mínútu með marki Joseba Llorente og þannig stóðu leikar allt þar til 14 mínútur lifðu leiks. Þá tók Messi málin í sínar hendur.
Hann jafnaði leikinn og aðeins fjórum mínútum síðar var hann búinn að koma Börsungum yfir. Ekki hjálpaði til að Osasuna missti mann af velli með rautt spjald.
Messi afgreiddi Osasuna á fjórum mínútum

Mest lesið




Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn




„Orðið sem ég nota er forréttindapési“
Handbolti


Fleiri fréttir
