Mario Götze var hetja Þýskalandsmeistara Borussia Dortmund í 2-1 sigri á Werder Bremen í fyrsta leik þýsku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Götze kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok.
Marco Reus kom Dortmund í 1-0 eftir ellefu mínútna leik en varnarmaðurinn Theodor Gebre Selassie jafnaði fyrir Werder Bremen á 75. mínútu í sínum fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni. Marco Reus var að spila sinn fyrsta deildarleik með Dortmund síðan félagið keypti hann frá Mönchengladbach.
Mario Götze kom inn á völlinn á 78. mínútu og það tók hann aðeins þrjár mínútur að skora sigurmarkið eftir að hafa fengið sendingu frá Pólverjanum Robert Lewandowski.
Borussia Dortmund hefur unnið þýsku deildina undanfarin tvö tímabil en stórlið Bayern München hefur styrkt liðið sitt mikið fyrir toppbaráttuna í vetur.
Mario Götze tryggði Dortmund sigurinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn