Margrét Lára Viðarsdóttir er gengin í raðir sænska félagsins Kristianstad. Þar hittir hún fyrir þjálfarann Elísabetu Gunnarsdóttur sem Margréti finnst augljóslega gott að spila fyrir.
Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag og þar kemur fram að Margrét Lára hafi skrifað undir samning til ársns 2013.
Margrét Lára var síðast í herbúðum Turbine Potsdam en þangað kom hún einmitt frá Kristianstad.
Með sænska liðinu leika einnig Sif Atladóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Katrín Ómarsdóttir.
