Klukkan tíu í morgun hófst sala á stórtónleika Stuðmanna í Hörpu. Innan 15 mínútna frá því að miðasala hófst varð ljóst að uppselt yrði á tónleikana og var þegar hafist handa við skipulagningu annarra tónleika klukkan ellefu sama kvöld. Gert er ráð fyrir að sala á þá geti hafist um hádegisbil.
