Byrjaði með aðeins 30 pund í vasanum en er milljarðamæringur í dag 14. ágúst 2012 15:33 Malcolm Walker, stofnandi og eigandi Iceland Foods, segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Walker byrjaði aðeins með 30 pund í vasanum og eina búð í bænum Oswestry á Englandi, skammt frá velsku landamærunum. Í dag er hann milljarðamæringur og á sinn eigin bát. Walker, sem er afslappaður alþýðumaður í grunninn, er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu, en í viðtalinu fer hann yfir víðan völl, allt frá frosinni matvöru til vandans á evrusvæðinu. Velgengni og vöxtur Iceland búðanna er ævintýri líkastur, en lífsskoðun Walkers er einföld. Lítil yfirbygging og einfaldleiki. Í lok dags skipti bara eitt máli, hvort meira hafi komið í kassann en hafi farið út. Þess vegna trúi hann ekki á langtíma rekstraráætlanir.Frosin matvæli aðeins þriðjungur af sölu, þvert á það sem allir halda „Þetta er þróun. Það hefur breyst í gegnum tíðina. Það eru 42 ár síðan ég stofnaði fyrirtækið og þetta var allt öðruvísi rekstur þá. En þetta snýst um að vera vakandi og breytast eftir því sem markaðurinn breytist. Við höfum aldrei verið með neina áætlun. Þegar við þurfum að afla fjár fyrir einhverju hjá bönkunum þarf maður að koma með fimm ára áætlun. En hún breytist á hverjum mánudagsmorgni, eftir því hvernig sala síðustu viku var. En staða okkar núna er þannig, og hefur verið það síðustu fimm eða sex ár, að við erum ekki frystimiðstöð við seljum ekki bara frosnar vörur. Allir halda það, en það er bara þriðjungur af sölu okkar," segir Malcolm Walker. „Frosinn matur er það sem við hugsum um, það sem við auglýsum, hann er ástæða þess að við erum til. En tveir þriðju af sölunni hjá okkur er ófrosin vara." Walker fer í viðtalinu yfir aðdraganda þess að hann snéri aftur til Iceland árið 2005 en áður hafði Baugur eignast fjórðungshlut í fyrirtækinu. „Baugur kom inn og keypti 25% og þegar ég sá verðgildið halda áfram að lækka hafði ég samband við Jón Ásgeir. Ég hitti hann á skrifstofu hans í London. Skrýtinn náungi. Sítt hár, leðurjakki. Ekki venjulegur breskur kaupsýslumaður. En okkur kom mjög vel saman," segir Walker. Walker segir að samskiptin við Landsbankinn hafi gengið ágætlega eftir gjaldþrot Baugs, en Landsbankinn átti 67 prósenta hlut í Iceland Foods. Það sem er merkilegt er að hann segist eiginlega aldrei hafa hitt Lárentsínus Kristjánsson hjá skilanefnd Landsbankans. Öll samskipti hafi farið í gegnum Baldvin Valtýsson, „Badda." Viðtalið í heild sinni má finna hér. Klinkið Tengdar fréttir "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru" "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er í viðtali í nýjasta þættinum af Klinkinu. 13. ágúst 2012 13:57 Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. 12. ágúst 2012 19:44 Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Malcolm Walker, stofnandi og eigandi Iceland Foods, segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Walker byrjaði aðeins með 30 pund í vasanum og eina búð í bænum Oswestry á Englandi, skammt frá velsku landamærunum. Í dag er hann milljarðamæringur og á sinn eigin bát. Walker, sem er afslappaður alþýðumaður í grunninn, er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu, en í viðtalinu fer hann yfir víðan völl, allt frá frosinni matvöru til vandans á evrusvæðinu. Velgengni og vöxtur Iceland búðanna er ævintýri líkastur, en lífsskoðun Walkers er einföld. Lítil yfirbygging og einfaldleiki. Í lok dags skipti bara eitt máli, hvort meira hafi komið í kassann en hafi farið út. Þess vegna trúi hann ekki á langtíma rekstraráætlanir.Frosin matvæli aðeins þriðjungur af sölu, þvert á það sem allir halda „Þetta er þróun. Það hefur breyst í gegnum tíðina. Það eru 42 ár síðan ég stofnaði fyrirtækið og þetta var allt öðruvísi rekstur þá. En þetta snýst um að vera vakandi og breytast eftir því sem markaðurinn breytist. Við höfum aldrei verið með neina áætlun. Þegar við þurfum að afla fjár fyrir einhverju hjá bönkunum þarf maður að koma með fimm ára áætlun. En hún breytist á hverjum mánudagsmorgni, eftir því hvernig sala síðustu viku var. En staða okkar núna er þannig, og hefur verið það síðustu fimm eða sex ár, að við erum ekki frystimiðstöð við seljum ekki bara frosnar vörur. Allir halda það, en það er bara þriðjungur af sölu okkar," segir Malcolm Walker. „Frosinn matur er það sem við hugsum um, það sem við auglýsum, hann er ástæða þess að við erum til. En tveir þriðju af sölunni hjá okkur er ófrosin vara." Walker fer í viðtalinu yfir aðdraganda þess að hann snéri aftur til Iceland árið 2005 en áður hafði Baugur eignast fjórðungshlut í fyrirtækinu. „Baugur kom inn og keypti 25% og þegar ég sá verðgildið halda áfram að lækka hafði ég samband við Jón Ásgeir. Ég hitti hann á skrifstofu hans í London. Skrýtinn náungi. Sítt hár, leðurjakki. Ekki venjulegur breskur kaupsýslumaður. En okkur kom mjög vel saman," segir Walker. Walker segir að samskiptin við Landsbankinn hafi gengið ágætlega eftir gjaldþrot Baugs, en Landsbankinn átti 67 prósenta hlut í Iceland Foods. Það sem er merkilegt er að hann segist eiginlega aldrei hafa hitt Lárentsínus Kristjánsson hjá skilanefnd Landsbankans. Öll samskipti hafi farið í gegnum Baldvin Valtýsson, „Badda." Viðtalið í heild sinni má finna hér.
Klinkið Tengdar fréttir "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru" "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er í viðtali í nýjasta þættinum af Klinkinu. 13. ágúst 2012 13:57 Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. 12. ágúst 2012 19:44 Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
"Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru" "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er í viðtali í nýjasta þættinum af Klinkinu. 13. ágúst 2012 13:57
Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. 12. ágúst 2012 19:44
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun