Sport

Hafdís og Fjóla Signý nældu í gull í Svíþjóð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hafdís Sigurðardóttir
Hafdís Sigurðardóttir Mynd / vilhelm
Frjálsíþróttafólkið Hafdís Sigurðardóttir UFA, Fjóla Signý Hannesdóttir HSK og Trausti Stefánsson stóð sig með ágætum á Folksam Chellenge-mótinu í Mölndal í Svíþjóð um helgina.

Hafdís sigraði í keppni í 200 metra hlaupi á 24 sekúndum sem er hennar besti árangur. Auk þess er um þriðja besta árangurs Íslendings í greininni að ræða. Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur frá 1997 er 23,81 sekúnda.

Hafdís stökk 5,86 metra í langstökki og hljóp 100 metrana á 12,09 sekúndum.

Fjóla Signý sigraði í 400 metra grindahlaupi á tímanum 60,42 sekúndum sem er hennar næstbesti tími. Hún kom meðal annars í mark á undan Fridu Persson sem keppti fyrir hönd Svía á EM í frjálsum í Helsinki í sumar.

Þá hljóp Trausti Stefánsson 400 metrana á 47,99 sekúndum og hafnaði í 9. sæti. Trausti á best 47,73 sekúndur frá því fyrr í sumar.

Þrír íslenskir keppendur tóku þátt í Folksam Challenge í Mölndal í Svíþjóð síðastliðinn laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×