Sport

Ólympíumet og gull til Ástrala

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sally Pearson
Sally Pearson Nordicphotos/Getty
Sally Pearson frá Ástralíu marði sigur í úrslitum 100 metra grindahlaups kvenna í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í kvöld.

Pearson hafði forystu í hlaupinu lengst af en Dawn Harper frá Bandaríkjunum sótti hart að henni undir lokin. Svo fór að Pearson kom í mark 2/100 úr sekúndu á undan Pearson sem setti ólympíumet á tímanum 12,35 sekúndur.

Harper, sem átti gullverðlaun að verja frá því í Peking árið 2008, hljóp á sínum besta tíma (12,37 sek) sem hefði jafnaði ólympíumetið frá 2004.

Kelli Wells frá Bandaríkjunum hljóp á 12,48 sekúndum, hennar besta tíma, og tryggði sér bronsverðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×