Þeir sem fórust í Osló mega ekki gleymast Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. júlí 2012 14:56 Eskil Pedersen, formaður AUF, flytur minningarorð sín. mynd/ afp. Þakklæti var Eskil Pedersen, formanni AUF, ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins, ofarlega í huga þegar hann ávarpaði Norðmenn við minningarguðþjónustu í Osló í morgun. Þess er minnst að nú er eitt ár frá því að Anders Behring Breivik fjöldamorðingi lét til skarar skíða í Útey. Eskil lagði hins vegar áherslu á það að nöfn þeirra átta sem létust í sprengingunni í stjórnarráðshverfinu í Osló myndu ekki gleymast. Breivik stóð að þeirri sprengingu áður en hann hélt til Úteyjar. Norðmennirnir sem létust í stjórnarráðshverfinu hétu Ida Marie Hill, Hanne M. Orvik Endresen, Tove Åshill Knutsen, Anne Lise Holler, Kjersti Berg Sand, Hanne Ekroll Løvlie, Jan Vegard Lervåg og Kai Hauge. Eskil Pedersen sagði að nöfn þeirra hefðu ekki fengið eins mikla athygli og nöfn þeirra 69 sem fórust í Útey. „Mikið hefur verið talað um Útey og um AUF. En ekki hefur verið talað svo mikið um þá átta sem voru hrifsaðir frá okkur héðan úr hjarta Oslóar," sagði hann. „Í dag er líka dagur til að vera þakklátur," sagði Eskil Pedersen jafnframt. „Takk forsætisráðherra og stjórnmálamenn í Noregi, því að þið færðuð okkur öll nær hvert öðru. Þakkir til kirkjunnar og annarra trúarsamfélaga, þar sem margir hafa fundið ró of frið. Þakkir til björgunarfólks, til samfélagsins í nágrenni við Útey og til bátafólksins sem reyndist okkur svo vel. Þakkir til allra sem hafa sýnt samhug," sagði hann. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þakklæti var Eskil Pedersen, formanni AUF, ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins, ofarlega í huga þegar hann ávarpaði Norðmenn við minningarguðþjónustu í Osló í morgun. Þess er minnst að nú er eitt ár frá því að Anders Behring Breivik fjöldamorðingi lét til skarar skíða í Útey. Eskil lagði hins vegar áherslu á það að nöfn þeirra átta sem létust í sprengingunni í stjórnarráðshverfinu í Osló myndu ekki gleymast. Breivik stóð að þeirri sprengingu áður en hann hélt til Úteyjar. Norðmennirnir sem létust í stjórnarráðshverfinu hétu Ida Marie Hill, Hanne M. Orvik Endresen, Tove Åshill Knutsen, Anne Lise Holler, Kjersti Berg Sand, Hanne Ekroll Løvlie, Jan Vegard Lervåg og Kai Hauge. Eskil Pedersen sagði að nöfn þeirra hefðu ekki fengið eins mikla athygli og nöfn þeirra 69 sem fórust í Útey. „Mikið hefur verið talað um Útey og um AUF. En ekki hefur verið talað svo mikið um þá átta sem voru hrifsaðir frá okkur héðan úr hjarta Oslóar," sagði hann. „Í dag er líka dagur til að vera þakklátur," sagði Eskil Pedersen jafnframt. „Takk forsætisráðherra og stjórnmálamenn í Noregi, því að þið færðuð okkur öll nær hvert öðru. Þakkir til kirkjunnar og annarra trúarsamfélaga, þar sem margir hafa fundið ró of frið. Þakkir til björgunarfólks, til samfélagsins í nágrenni við Útey og til bátafólksins sem reyndist okkur svo vel. Þakkir til allra sem hafa sýnt samhug," sagði hann.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira