Hin stórefnilega hlaupakona, Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, setti nýtt Íslandsmet í 800 metra hlaupi í morgun á HM unglinga í Barcelona.
Aníta hljóp 800 metrana í morgun á 2:04,74 mínútum og bætti eigið met sem hún setti í júní um fimm hundraðshluta.
Hin 19 ára gamla Aníta er komin í undanúrslit sem fara fram á morgun.
