Gullbjörninn hefur enn trú á því að Tiger jafni metið 17. júlí 2012 16:30 Tiger Woods og Jack Nicklaus. Nordic Photos / Getty Images Bandaríski kylfingurinn Jack Nicklaus á met sem margir telja að verði aldrei bætt. Nicklaus sigraði á 18 stórmótum á löngum ferli sínum og hann var 46 ára þegar hann náði þeim 18. á Mastersmótinu árið 1986. Nicklaus segir að samkeppnin sé mun meiri hjá bestu kylfingum heims í dag og það verði erfitt fyrir Tiger Woods að ná að jafna metið, en hann hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn á Royal Lytham vellinum á Englandi og þar munu allra augu beinast að Tiger Woods. Woods hefur ekki náð að sigra á stórmóti frá árinu 2008 þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu. Nicklaus, sem einnig þekktur undir nafninu "Gullbjörninn" er á þeirri skoðun að Woods hafi hæfileika, getu og vinnusemi til þess að jafna met hans. „Ég hef sagt það mörgum sinnum áður að hann getur jafnað metið en það er erfiðar í dag en áður. Hann er 36 ára og hefur nægan tíma en yfirburðir hans eru ekki þeir sömu og áður. Keppinautar hans hræðast hann ekki eins mikið og áður. Ef við lítum sex, sjö ár aftur í tímann þá var Tiger Woods eini kylfingurinn undir þrítugu sem hafði sigrað oftar en einu sinni á stórmóti. Í dag eru margir undir þrítugu sem hafa sigrað oftar en einu sinni á stórmóti. Samkeppnin hefur aukist og fleiri góðir kylfingar hafa komið fram á síðustu árum," sagði Nicklaus. Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Jack Nicklaus á met sem margir telja að verði aldrei bætt. Nicklaus sigraði á 18 stórmótum á löngum ferli sínum og hann var 46 ára þegar hann náði þeim 18. á Mastersmótinu árið 1986. Nicklaus segir að samkeppnin sé mun meiri hjá bestu kylfingum heims í dag og það verði erfitt fyrir Tiger Woods að ná að jafna metið, en hann hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn á Royal Lytham vellinum á Englandi og þar munu allra augu beinast að Tiger Woods. Woods hefur ekki náð að sigra á stórmóti frá árinu 2008 þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu. Nicklaus, sem einnig þekktur undir nafninu "Gullbjörninn" er á þeirri skoðun að Woods hafi hæfileika, getu og vinnusemi til þess að jafna met hans. „Ég hef sagt það mörgum sinnum áður að hann getur jafnað metið en það er erfiðar í dag en áður. Hann er 36 ára og hefur nægan tíma en yfirburðir hans eru ekki þeir sömu og áður. Keppinautar hans hræðast hann ekki eins mikið og áður. Ef við lítum sex, sjö ár aftur í tímann þá var Tiger Woods eini kylfingurinn undir þrítugu sem hafði sigrað oftar en einu sinni á stórmóti. Í dag eru margir undir þrítugu sem hafa sigrað oftar en einu sinni á stórmóti. Samkeppnin hefur aukist og fleiri góðir kylfingar hafa komið fram á síðustu árum," sagði Nicklaus.
Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira