Þóra Helga með bólgna tá eftir klaufalegt atvik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júní 2012 07:00 Stuðboltarnir Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir. Mynd / Daníel Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins ytra í dag klukkan 15 að íslenskum tíma. Byrjunarliðið verður tilkynnt einum og hálfum tíma fyrr. Fróðlegt verður að sjá hvort Sigurður Ragnar geri breytingar frá liðinu sem lagði Ungverja 3-0 á Laugardalsvelli á laugardaginn var. Katrín Ómarsdóttir átti afar fína innkomu á miðjuna fyrir Eddu Garðarsdóttur gegn Ungverjum auk þess sem Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu. „Allir varamennirnir sem komu inn á stóðu sig vel. Katrín lagði upp mark og Sandra María skoraði. Allar stelpurnar sem voru fyrir utan eiga líka heima í byrjunarliðinu. Það er gott að hafa alla þessa möguleika," segir Sigurður Ragnar. „Ég var ánægður með Eddu í síðasta leik en vildi gefa Katrínu Ómars tækifæri sem hafði verið mjög góð á æfingunum. Við sjáum þessar stelpur sem spila úti svo sjaldan að það var mikilvægt að sjá þær með landsliðinu. Katrín hefði allt eins getað verið í byrjunarliðinu. Hún hafði staðið sig vel á æfingum og ég er mjög hrifinn af henni," segir Sigurður Ragnar sem liggur fyrst og fremst áherslu á sigur en Búlgarir töpuðu síðasta leik sínum gegn Noregi 11-0. „Við gerum kröfu til okkar að vinna þennan leik. Það er samt ekki úrslitaatriði að vinna þær 12-0 af því að Noregur vann þær 11-0. Það er mjög ólíklegt að það reyni á markatölu í þessum riðli," segir Sigurður Ragnar og bendir á hve miklu máli heimavöllurinn skipti. „Það sést best á úrslitum búlgarska liðsins. Búlgarir töpuðu 11-0 í Noregi en bara 3-0 hérna í Búlgaríu þar sem Noregur skoraði tvö mörk í viðbótartíma. Bæði Norður-Írland og Belgía unnu bara 1-0 og Danir gerðu markalaust jafntefli í síðustu undankeppni." Allir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn. Hólmfríður Magnúsdóttir kveinkaði sér aðeins í sköflungi á æfingunni í gær en Sigurður Ragnar telur að hún verði klár. Sigurður Ragnar hafði hins vegar kostulega sögu að segja af markverði liðsins Þóru Björgu Helgadóttur. „Við vorum að ganga inn í búningsklefann fyrir æfinguna. Þóra Helga var á inniskóm og dúndraði tánni framan á þröskuldinn og er að drepast í tánni. Það gæti verið að við þyrftum að deyfa hana á morgun því táin er bólgin. Þetta er frekar klaufalegt en við hlógum bara að þessu," segir Sigurður Ragnar sem telur að Þóra verði ekki í vandræðum með útspörk sín og markspyrnur í dag. Þóra birti í gærkvöldi mynd af bólgnu tánni. Hana má sjá hér. Leikur Búlgaríu og Íslands hefst klukkan 15. Hægt er að fylgjast með gangi mála í textalýsingu á heimasíðu UEFA, sjá hér. Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins ytra í dag klukkan 15 að íslenskum tíma. Byrjunarliðið verður tilkynnt einum og hálfum tíma fyrr. Fróðlegt verður að sjá hvort Sigurður Ragnar geri breytingar frá liðinu sem lagði Ungverja 3-0 á Laugardalsvelli á laugardaginn var. Katrín Ómarsdóttir átti afar fína innkomu á miðjuna fyrir Eddu Garðarsdóttur gegn Ungverjum auk þess sem Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu. „Allir varamennirnir sem komu inn á stóðu sig vel. Katrín lagði upp mark og Sandra María skoraði. Allar stelpurnar sem voru fyrir utan eiga líka heima í byrjunarliðinu. Það er gott að hafa alla þessa möguleika," segir Sigurður Ragnar. „Ég var ánægður með Eddu í síðasta leik en vildi gefa Katrínu Ómars tækifæri sem hafði verið mjög góð á æfingunum. Við sjáum þessar stelpur sem spila úti svo sjaldan að það var mikilvægt að sjá þær með landsliðinu. Katrín hefði allt eins getað verið í byrjunarliðinu. Hún hafði staðið sig vel á æfingum og ég er mjög hrifinn af henni," segir Sigurður Ragnar sem liggur fyrst og fremst áherslu á sigur en Búlgarir töpuðu síðasta leik sínum gegn Noregi 11-0. „Við gerum kröfu til okkar að vinna þennan leik. Það er samt ekki úrslitaatriði að vinna þær 12-0 af því að Noregur vann þær 11-0. Það er mjög ólíklegt að það reyni á markatölu í þessum riðli," segir Sigurður Ragnar og bendir á hve miklu máli heimavöllurinn skipti. „Það sést best á úrslitum búlgarska liðsins. Búlgarir töpuðu 11-0 í Noregi en bara 3-0 hérna í Búlgaríu þar sem Noregur skoraði tvö mörk í viðbótartíma. Bæði Norður-Írland og Belgía unnu bara 1-0 og Danir gerðu markalaust jafntefli í síðustu undankeppni." Allir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn. Hólmfríður Magnúsdóttir kveinkaði sér aðeins í sköflungi á æfingunni í gær en Sigurður Ragnar telur að hún verði klár. Sigurður Ragnar hafði hins vegar kostulega sögu að segja af markverði liðsins Þóru Björgu Helgadóttur. „Við vorum að ganga inn í búningsklefann fyrir æfinguna. Þóra Helga var á inniskóm og dúndraði tánni framan á þröskuldinn og er að drepast í tánni. Það gæti verið að við þyrftum að deyfa hana á morgun því táin er bólgin. Þetta er frekar klaufalegt en við hlógum bara að þessu," segir Sigurður Ragnar sem telur að Þóra verði ekki í vandræðum með útspörk sín og markspyrnur í dag. Þóra birti í gærkvöldi mynd af bólgnu tánni. Hana má sjá hér. Leikur Búlgaríu og Íslands hefst klukkan 15. Hægt er að fylgjast með gangi mála í textalýsingu á heimasíðu UEFA, sjá hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ Sjá meira