Stærstu evruríkin samþykkja áætlun um að styðja við hagvöxt Magnús Halldórsson skrifar 24. júní 2012 10:55 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, höfðu frumkvæði að gerð áætlunarinnar. Leiðtogar fjögurra stærstu evruríkjanna, Þýskalands, Frakkalands, Ítalíu og Spánar, samþykktu í gær að vinna eftir áætlun til þess að efla og styðja við hagvöxt á evrusvæðinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, Francois Hollande, forseti Frakklands, og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hittust á vinnufundi um helgina og samþykktu áætlunina, sem embættismenn landanna höfðu unnið að síðustu vikur. Um 130 milljarðar evra, ríflega 21 þúsund milljarðar króna, hafa verið eyrnamerktir í áætlunina, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun. Samkvæmt frétt BBC er einkum horft til þriggja þátta með áætluninni. Í fyrsta lagi verður fjármagn Fjárfestingabanka Evrópu aukið um 10 milljarða evra, sem síðan fara í að efla fjárfestingu með lánveitingum. Í öðru lagi að nýta til fulls fjármuni sem til reiðu eru í sjóðum Evrópusambandinsins sem bundnir eru við ákveðin svæði innan Evrópu, og í þriðja lagi að fjármagna verkefni sem liggja þvert á landamæri, svo sem samgöngumannvirki, sem styrkir samkeppnishæfni álfunnar í heild og skapar atvinnu. Þá er einnig horft til fleiri þátta, svo sem skatta á fjármagnshreyfingar, sem eiga að styrkja fjárhag evruríkjanna og gera þeim mögulegt að örva hagvöxt og snúa vörn í sókn þegar kemur að fjárfestingum. Áætlunin er hugsuð til lengri tíma, en mörg verkefna munu þó fara strax af stað. Sjá má frétt BBC um þessi mál hér. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Leiðtogar fjögurra stærstu evruríkjanna, Þýskalands, Frakkalands, Ítalíu og Spánar, samþykktu í gær að vinna eftir áætlun til þess að efla og styðja við hagvöxt á evrusvæðinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, Francois Hollande, forseti Frakklands, og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hittust á vinnufundi um helgina og samþykktu áætlunina, sem embættismenn landanna höfðu unnið að síðustu vikur. Um 130 milljarðar evra, ríflega 21 þúsund milljarðar króna, hafa verið eyrnamerktir í áætlunina, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun. Samkvæmt frétt BBC er einkum horft til þriggja þátta með áætluninni. Í fyrsta lagi verður fjármagn Fjárfestingabanka Evrópu aukið um 10 milljarða evra, sem síðan fara í að efla fjárfestingu með lánveitingum. Í öðru lagi að nýta til fulls fjármuni sem til reiðu eru í sjóðum Evrópusambandinsins sem bundnir eru við ákveðin svæði innan Evrópu, og í þriðja lagi að fjármagna verkefni sem liggja þvert á landamæri, svo sem samgöngumannvirki, sem styrkir samkeppnishæfni álfunnar í heild og skapar atvinnu. Þá er einnig horft til fleiri þátta, svo sem skatta á fjármagnshreyfingar, sem eiga að styrkja fjárhag evruríkjanna og gera þeim mögulegt að örva hagvöxt og snúa vörn í sókn þegar kemur að fjárfestingum. Áætlunin er hugsuð til lengri tíma, en mörg verkefna munu þó fara strax af stað. Sjá má frétt BBC um þessi mál hér.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira